Benedikt tekur undir með Michael Hudson

Benedikt Sigurðsson jafnaðarmaður á Akureyri hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna augljósra misbresta flokksins við að fylgja eigin grunngildum.

  • Skelfileg vegferð Samfylkingarinnar hófst 2007
  • Undir þröngsýnni og kreddublandinni leiðsögn örfárra klíkuforingja
  • Snatar fjármálaelítu landsins
  • Ráðherrar og þingmenn kjánar, blindaðir af fínum stöðum sínum
  • Enginn lærdómur af skýrslu rannsóknarnefndar
  • Fjórir ráðherrar sitja enn úr hrunríkisstjórn Haarde, auk hóps þingmanna
  • Mistök að frysta ekki verðbólguvísitöluna, mest Samfylkingunni að kenna
  • Landsfundur í síðasta mánuði axlar enga ábyrgð á mistökunum

„Það er bókstaflega ömurlegt að verða vitni að því að stjórnmálaflokkur sem kallar sig Samfylkingu jafnaðarmanna skuli hafa gengið í lið með endurreisn þess fjármálakerfis sem reyndist bókstaflega eitrað –  siðlaust og eyðileggjandi – – með því að endurreisa bankana óbreytta  og færa þá í hendur andlitslausra kröfuhafa.    Ömurlegast þó að ríkisstjórn jafnaðarmanna og sósíalist þverskallast við öllum bænum og áskorunum varðandi það að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán – – og vinda ofan af óraunsæjum ávöxtunarkröfum fjármálakerfisins – – gera með því áhættufíkna lífeyrissjóðafursta að sérstökum dekurkálfum sínum.“

 Segir Benedikt á síðu sinni benni.is.

Benedikt er ekki eini jafnaðarmaðurinn sem er búinn að fá nóg af leppun Samfylkingarinnar (og Vinstri grænna) fyrir fjármálaöflin.  Michael Hudson lét svipuð orð falla í viðtali við James Corbett hjá Corbett Report ekki svo alls fyrir löngu.

Hudson: Samfylking fasistar í þjónustu bankanna

http://bensi.is/?m=news&f=viewItem&id=182

 

Ein athugasemd við “Benedikt tekur undir með Michael Hudson

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s