Nota taugagas á egypska mótmælendur

 

Egypska lýðræðis- og mannvinastjórnin hefur verið að nota bannað efnavopn í samskiptum sínum við hundruði þúsunda mótmælenda, sem skilja ekki norræna velferðarstjórnarhætti.

Minnst 23 Egyptar hafa látist og meira en 1.700 skaðast vegna lífshættulegs taugagass sem heröfl beittu um síðustu helgi í mótmælum á Tahir torgi. 

Taugagasið er svokallað „CR“ gas, sem er mun áhrifaríkari og hættulegri útgáfa af „CS“ gasinu sem almennt er kallað „táragas“.

CR gasið er samkvæmt wikipeðíu 6 til 10 sinnum öflugara en CS gasið, það veldur ofsalegum sársauka og ertingi á skinni og getur leitt til blindu eða dauða af köfnun.

CR gasið var vinsælt hjá lögreglunni í Suðurafríku meðan aðskilnaðarstefnan var og hét og notkun þess var þá almennt fordæmd alþjóðlegum stofnunum.

The Arabist bloggsíðan vitnar í egypskan taugasérfræðing sem segir þetta ekki gasið sem notað var í janúarvorinu.  Þetta gas hafi önnur og verri áhrif, þar á meðal eru ósjálfráðir taugakippir í limum og búk, sem líkjast flogaköstum.  „Þetta er einhverskonar taugaeiturgas,“ sagði doktor Mohamed Aden frá háskólasjúkrahúsinu í Kæró.  „Við erum að fá fólk með krampa í efri öndunarvegi – við verðum að gefa því diazepam til að slaka á vöðvunum þannig að það geti andað á ný.“

 

 
Mynd: Wikimedia Commons and User:Andux

http://www.newsmax.com/Newsfront/egyptian-military-nerve-gas/2011/11/23/id/418927?s=al&promo_code=D935-1

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s