Pizza er ‘grænmeti’

Ruslfóðuriðnaðurinn brást við af lipurð, þegar pizzur og franskar voru á útleið úr skólamötuneytum vegna umbóta á skólamat sem frú Óbama beitti sér fyrir.  Umbæturnar fólust í að draga úr salti (meðal annars msg) og sterkju, en auka hlut grænmetis.

Pizzur og franskar eru vinsælar á matseðli ríkisskólamötuneyta í Bandaríkjunum.  Maturinn er ódýr og rennur vel í börnin.  En pizzur og franskar eru rík uppspretta ‘þriðja kryddsins’, salts og sterkju og því leit út fyrir að þessi hræódýri ruslmatur í skólamötuneytum heyrði brátt sögunni til. 

Hvað gera bændur þá?  Í Bandaríkjunum beita þeir fulltrúum sínum í Washington, þeim sem kallaðir eru „lobbíistar“.  Menn og konur sem sitja um þingmenn til að „ræða“ við þá, borga í kosningasjóði, græja eitthvað fyrir þá, þeir gera hvað sem er (án þess að teljast beinlínis ólöglegt) til að hafa áhrif á störf þingsins þannig að umbjóðendur lobbíistanna hagnist.  Og áhrif þeirra eru mikil. 

Nú hefur þingið upp úr þurru sett ný lög sem skýra betur hvað telst til „grænmetis“.  Pizzur og franskar eru grænmeti.  Ekki hægt að úthýsa úr skólamötuneytum, og nánast ómögulegt, enda kemur í ljós með þessum nýju lögum, að skólamaturinn var bara gríðarlega hollur þegar allt kemur til alls.  Mikið magn af grænmeti í formi pizza og franskra.

Þessi lög voru sett fyrir nokkru og nýlega tókst að hrekja breytingatillögu sem átti að leiðrétta þennan misskilning um að pizzur séu grænmeti og einnig að takmarka hve mikið af frönskum megi bjóða upp á í hverri viku.

„Þetta er mikilvægur sigur,“ sagði Corey Henry, talsmaður American Frozen Food Institute, en í þeim samtökum eru allar helstu ruslveitur Bandaríkjanna, svo sem Svik-Landbú-matur hf  (ConAgra Food Inc), McCain frönskuframleiðslan, J.R. Simplot Co (helsti birgi McDonalds), Heinz, General Mills og Kraft.

Á hinn bóginn, þá eru þessir drottnunarfíklar sem vilja hafa vit fyrir fólki varla betri en rusliðnaðurinn og þeirra freistingar fyrir ungviðið.  Í sumum fylkjum skella drottnunarfíklarnir skuldinni beint á foreldrana og þeirra fasísku lausnir eru að  banna börnum að koma með nesti að heiman.  Það veldur því að börn fólks sem reynir að fóðra þau á hollu fæði, smyr kannski lífrænt ræktað grænmeti í nesti, eða bara venjulegt nesti (flest er ágætt miðað við ruslmötuneytin), þeim börnum er bannað að koma með nesti og þau skikkuð í „grænmetið“ í skólamötuneytinu.  Pizzur og franskar.

http://www.reuters.com/article/2011/11/18/us-usa-lunch-idUSTRE7AH00020111118

Mynd CC joanneQEscober

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s