Getur RÚV lært af Egyptalandi?

Eiga fjölmiðlar alltaf gagnrýnilaust að endurtaka reuters skeyti, eða er við hæfi fyrir stétt fréttamanna að láta sér vaxa grön og læra að þekkja heiminn og heimsmálin sem þeir eiga að vera að skýra fyrir almenningi?

Egyptaland breyttist úr „frelsisvindum“ yfir í nákvæmlega sama ástand (eða verra) heldur en undir stjórn Múbaraks, fólk er handtekið og pyndað fyrir engar sakir og líflátið fyrir að „móðga herinn“, fátækt í landinu lagast ekki við það þegar atvinnulíf er lamað í óeirðum og elítan er enn við kjötkatlana, sem að stórum hluta eru kynntir af mútufé frá aljþjóðamafíunni.

Nú er það að koma í ljós sem Kryppan reyndi að miðla í upphafi árs.  Uppreisninni í Egyptalandi var beitt fyrir vagn alþjóðlegu skákmeistaranna, þeirra sem skáka með almenning og þjóðir eins og peð í ljótri og blóðugri refskák.  RÚV skýrir frá þessu, en það skiptir engu máli lengur, ekki nema þeim takist að virkja þriðja augað milli eyrnanna og læra af mistökunum.  En það væri kraftaverk.

RÚV fjallaði nefnilega af sömu fáfræði um framvindu mála í „friðastríðinu“ í Líbíu.  Þeir berja svo áróðurstrumburnar áfram af miklu heilaleysi þegar kemur að næstu skotmörkum, þar á meðal Sýrlandi og Íran, en horfa með blinda auganu á önnur arabaríki, þar sem sami órói er meðal almennings, en heimsveldið hefur ekki áhuga (eins og er) á að fella.

Einn góður alþjóðlegur fréttaskýrandi er Webster Tarpley.  Hér að neðan er hann í viðtali hjá Russia Today í upphafi árs.  Þar skýrir hann hvað er að gerast á bak við tjöldin, en svona upplýsingar rata ekki til RÚV.  Þar hefur enginn áhuga á því sem raunverulega er að gerast, þeir vilja bara þýða fréttaskeyti og taka upp viðhorf frá heimsveldinu hrá og gagnrýnislaust.  Það er einhliða fréttamennska og mikill barnaskapur.  En á RÚV heitir það „hlutleysi“ og „fagmennska“.

Fyrir þá sem ekki gefa sér tíma í að hlusta á 7 mínútna fréttamyndband, þá segir Tarpley meðal annars að bresk og bandarísk baktjaldaöfl séu á bak við tjöldin að magna uppreisnina og alþjóðlegan þrýsting á Múbarak, að þau vilji Múbarak í burtu þó hann hafi verið góður og þægur leppur.  Hann er bara ekki nógu háður IMF og alþjóðasamfélaginu fyrir þá tíma sem eru framundan.  Egyptaland var of sjálfstætt, of sterkt.  Það þurfti að hleypa öllu upp. 

RÚV segir raunar sömu sögu, en bara eins og veðurfréttir af atómsprengju.  „Það sló niður eldingu í Hiroshima árið 1945 og henni fylgdi mikil vindhviða sem lagði stóran hluta borgarinnar í rústir.“  Allt tilviljanir og óheppni, aldrei kíkt bak við tjöldin.

RÚV 28.6.1022:

Hagkerfi Egyptalands er í miklu skötulíki eftir að alþýða reis upp í byrjun árs svo að Bubarak forseti steyptist af stóli.

Í janúarlok þegar frelsisvindar blésu um Tahrír-torg í Kaíró …

Hagvöxtur í Egyptalandi hefur nánast stöðvast. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Alþjóðabankinn og Hinn íslamski þróunarbanki hafa lánað Egyptum umtalsvert fé. Það hefur gert bráðbyrgðarstjórninni kleift að setja saman fjárlög. Þar er mælt fyrir um neyðarráðstafanir til að koma í veg fyrir algjört félagslegt umrót með því að skapa 450 þúsund ný störf hjá því opinbera og auka aðstoð við fátæka, þ.e. fyrst og fremst að niðurgreiða brauð.

Þetta viðtal var tekið RT þann 29. janúar 2011 og póstað degi síðar á Kryppu.
 


http://ruv.is/frett/egyptaland-verri-en-mubarak

Ein athugasemd við “Getur RÚV lært af Egyptalandi?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s