Occupy útsölu

Best Buy, mynd CC pansonaut

Fyrstu útsölugestir Best Buy í Sánkti Pétursborg, Flórída, settu upp tjöld sín síðastliðinn mánudag, tveimur vikum fyrir „Black Friday“ útsöluna.

Það er hún Christine Otra og níu félagar hennar úr þremur fjölskyldum sem settu upp tjald og hófu umsátur um útsöluna í útibúi Best Buy í Sánkti Pétursborg þann 14 nóvember.  Útsalan hefst svo strax eftir þakkargjörðarfimmtudaginn, föstudag 25. nóvember.

Föstudagurinn svarti, eða „Black Friday“ er föstudagurinn eftir þeinksgifing og er hefðbundinn ofurdíladagur hjá verzlunarkeðjunum, sem hafa væntanlega upphaflega gripið til þessa ráðs, frekar en að gefa starfsfólkinu bara frí, því þakkargjörðarhelgin er gríðarleg ferðahelgi hjá Bandaríkjamönnum, sem margir fljúga landshorna á milli til að vera með fjölskyldunni þessa helgi.

Flestir Bandaríkjamenn vita enn ekkert hvar bestu útsölurnar verða, en Kristín og félagar, sem kalla sig „Team Occupy Best Buy,“ eru búin að kortleggja það og tryggja sér stæði í fremstu röð þegar stóri dagurinn rennur upp.  Þau geta fengið (annaðhvort?) 42″ flatsjónvarp fyrir $200, eða Samsúng fartölvu með pentíum örgjörva og 4GB minni fyrir $300.

Bandaríska vefritinu The Economic Collapse líst ekkert á þetta kaupæði í löndum sínum.  Í fyrra tók það saman 9 sláandi dæmi um ofbeldi og gripdeildir sem tengist múgæði þegar fjöldinn missir vitið í kaupæði til að spara fáeina dollara.  Þar á meðal var fólk troðið undir þegar það féll við þegar biðröð fór að hreyfast, gjöfum að andvirði þúsund dollara var stolið úr bíl á bílastæði, nokkrum mínútum eftir að þær voru settar þar í geymslu, kona hótaði að skjóta fólk í biðröð þegar það fann að því að hún ætlaði að fara fram fyrir það og Wal-Mart búð var rýmd af lögreglu og lokað eftir að múgurinn missti stjórn á sér.

Vefritið bendir á tengsl dvínandi siðferðis bandarísks almennings og þessara láta á „Black Friday“, jafnframt því að benda á þá firringu að allir verði að eiga iPod eða flotta síma, þó efnin séu ekki góð.

Hvað gerist svo, spyr The Economic Collapse, þegar neyðin raunverulega sverfur að?  Þegar fólkið situr ekki um smá afslátt af iPod eða fartölvu, heldur þarf mat sem naumt er skammtaður, eða húsaskjól? 

 

http://theeconomiccollapseblog.com/archives/9-shocking-examples-of-black-friday-violence-is-this-a-foretaste-of-the-economic-riots-we-can-expect-when-the-financial-system-collapses

http://tampa.cbslocal.com/2011/11/19/operation-occupy-best-buy-black-friday-macys-vending-machine/

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s