Íslenzkt mál – orðið ‘geoengineering’

 

Komið þið sæl,

Við á vefritinu kryppa.com reynum að skrifa sæmilega íslensku, þó vissulega séu umfjöllunarefnin mikilvægari en einhver málfarsfasismi.  En á jaðrinum leynast mörg hugtök sem ekki hafa almennilega fengið íslenska þýðingu.  Enska orðið chemtrails er til dæmis eitt.  Ég nota yfirleitt orðið efnaslóðir, sem er aðlögun á ágætu íslensku orði, þotuslóðir (contrails), en þotuslóðir eru gamaldags slóðir sem hverfa eftir hámark 1-2 mínútur, meðan efnaslóðir hanga hæglega hálftíma og hverfa raunar ekki, heldur leysast upp í móðu eða mistur, og breyta sólríkum degi í misturdrullu þar sem þú sérð jafnan sólina skína máttlaust í gegn. 

Nýlega gaukaði lesandi að mér ágætu orði, drottnunarfíkill, yfir enska frasann ‘control freak’. 

En nú er úr vöndu að ráða.  Orðið geoengineering er beinfrosið og þarf að þýða.  Orðið er skylt orðinu terraforming sem er ættað úr heimi vísindaskáldsagna.  Í kvikmyndinni Total Recall með stórleikaranum og NWO snatanum Arnold Scwarzenegger eru jarðarbúar búnir að setja upp nýlendu þar sem aðalatvinna nýlendubúa er einhvers konar námugröftur.  Búðir nýlendubúa eru undir einhvers konar glerhjálmi og inni í fjallshlíðum, því andrúmsloftið er takmarkað og súrefnissnautt.  Arnold og félagar rekast á gríðarlegan tæknibúnað sem settur var upp af geimverum fyrir löngu síðan og í stuttu máli ræsa þeir þennan búnað sem snögghitar þá hrikalegar járnstangir sem stingast svo ofan í jökulfrera og bræða þar ísinn sem breytist þá í vatnsgufu og súrefni.  Með þessum hætti er Mars snögglega terraformuð yfir í loftslag sem hentar okkur jarðarbúum.

Í flestum öðrum vísndaskáldsögum er terraforming hæggengt ferli.  Í fyrstu Ailien myndinni er önnur námuvinnslunýlenda, þar er stormasamt og blautt veður og útstöðvar um allar trisur sem vinna að því að breyta andrúmsloftinu smám saman í átt að því sem við þekkjum á jörðinni.  Aðrar útfærslur felast í því að gróðursetja plöntur eða hjálpa nýjum lífverum að nema land á hnöttum sem eru lífvænlegar fyrir þessar lífverur, en þær smám saman breyta umhverfinu til betri vegar fyrir menn.  Til dæmis myndu plöntur þrífast vel á sólríkum hnöttum með kolvetnisríku en súrefnissnauðu andrúmslofti.

Geoengineering er svo orð sem notað er um samskonar fikt í lífkerfum jarðarinnar.  Það er hugsanlegt að slíkar æfingar væru gerðar til að laga andrúmsloftið okkar eða önnur skilyrði okkar til lífs.  Það er einnig hugsanlegt að hugstola leppar í erindum framandi geimvera breyti lífkerfum hér þannig að þau henti betur öðrum tegundum lífs en nú eru algengar á jörðinni.

Sumir tala um að engineera eitthvað, og eiga þá við að koma einhverju svo fyrir að útreiknuð atburðarás fylgi.  Þessi sletta kemur úr heimi hugbúnaðar eða vöruþróunar, en þar eru verkfræðingar (engineers) algengir vinnumaurar við að hanna nýjar afurðir.  Einnig heyrir maður talað um ‘hannaða atburðarás’ í svipuðu samhengi.

Einhver notar orðskrípið „jarðsköpun“ yfir geoengineering, en ég er ekki hrifinn af því.  Jörðin er þegar fullsköpuð og heldur djúpt í árinni tekið að mínu mati.  Landslagsarkitektar og verkfræðistofur með sínar stíflur eða umferðarmannvirki hanna útlitsbreytingar sem ekki hafa stórtæk áhrif hnöttinn í heild, en geoengineerar hanna hnattrænar breytingar á lífríkinu og lofthjúpnum.

Hefur þú gott orð yfir geoengineer og geoengineering?  Settu það inn í athugasemdir, eða sendu póst á staff hjá kryppa.com.  Fullum trúnaði heitið.

 

3 athugasemdir við “Íslenzkt mál – orðið ‘geoengineering’

  1. Í þessu samhengi þar sem verið er að tala um að hafa áhrif á jörðina og umhverfi þá myndi ég kalla þetta UMHVERFISFIKT.

    Umhverfisáhrif er notað á annan hátt en það er verið að hafa áhrif á umhverfi okkar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s