Forsetinn í grasrótarmiðstöðinni

Nú stendur yfir kynningarfundur á starfssemi Grasrótarmiðstöðvarinnar í Brautarholti 4.  Þær fregnir voru að berast að sjálfur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði kíkt í heimsókn og sitji fundinn.

Blaðamaður Kryppunnar er á staðnum og færir okkur vonandi frekari fréttir fljótlega af því sem fram fór á fundinum.

Ólafur Ragnar kom mörgum á óvart þegar hann synjaði staðfestingar á Icesave klafanum svokallaða eftir að alger gjá myndaðist milli ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar, en ríkisstjórnin vildi liggja flöt fyrir ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga, þó við gætum engan vegin staðið undir þeim ólögmætu skuldbindingum.  Hann kom svo aftur á óvart með því að vísa Icesave aftur í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms ætluðu að setja nánast samhljóða lög ári síðar, sem hlýtur að jaðra við landráð, allavega hefðu það verið klár landráð ef landstjórn Íslands hefði reynt álíka gjörning eftir að kóngur hefði bannað það, en stjórnarskráin okkar og þetta ávkæði um að vísa lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu er í raun spegilmynd af stjórnarskránni meðan konungur, en ekki almenningur, fór með hið endanlega vald á landinu.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s