1.800 smáfyrirtæki fengu undanþágu

Mynd CC Leader Nancy Pelosi

Nancy Pelosi ver undanþágur sem gefnar hafa verið til 1.800 fyrirtækja frá klafa Obamacare frumvarpsins með því að segja: „Þetta eru lítil fyrirtæki.“  

„Þau eru lítil.  Ég get ekki tjáð mig um öll 1.800 fyrirtækin á listanum, en sum þeirra sem ég hef séð eru mjög, mjög lítil fyrirtæki.  Undanþágurnar munu ekki hafa mikil áhrif á efnahag landsins,“ sagði Nancy Pelosi í viðtali við CNBC.

Obamacare kerfið er ekki bara þungur baggi fyrir vinnuveitendur, sem eru skyldaðir til að kaupa heilsutryggingar af ákveðnum tryggingafélögum sem öðlast þá einokunarstöðu, sem gæti virst smá „hnökri“ á öllu málinu, óheppileg tilviljun, en er raunar þungamiðjan, enda menn frá þessum sömu fyrirtækjum sem skrifuðu lagabálkinn.

Obamacare er nefnilega líka slappt fyrir tryggingaþega, sem ekki njóta lengur kosta samkeppninnar, þeir geta ekki lengur refsað tryggingafélögum fyrir lélega þjónustu með því að fara annað, því þarna hefur myndast öskjuhlíðarbandalag af beztu sort, þú getur hætt hjá N1, en þá ferðu bara til Olís eða Shell um tíma.  Svo þegar þú verður leiður á þeim, þá kemur þú til baka. 

Þau skipta markaðnum milli sín með stýrðum „tilboðum“, í dag gerum við Fjarðarkaupi tilboð, þá gefur A ‘besta’ tilboðið, en B og C skila inn háum tilboðum sem láta tilboð A líta vel út.  Á morgun gerum við svo Fiskikónginum tilboð, þá skila A og C háum tilboðum, en B fær að gera vinningstilboðið.

Krúnudjásn spillingarinnar er svo til staðar, undanþágur fyrir „rétta“ fólkið.  Mikið af þessum 1.800 fyrirtækjum eru væntanlega fyrirtæki stjórnmálaelítunnar í Washington, sem þá getur „keppt“ við önnur fyrirtæki og haft góða forgjöf – þau þurfa ekkert að kaupa þessar rándýru nauðatryggingar.

En inn á milli eru svo einkavinavinir kerfisins, fyrirtæki eins og MacDonalds, sem er einn stærsti launagreiðandi landsins með gríðarlegan fjölda af láglaunafólki í vinnu.  Allt þetta fólk getur unnið hjá MacDonalds án þess að hafa nokkra tryggingu, því MacDonalds þarf ekki að kaupa Obamacare tryggingu eins og aðrir.

Svo keppir MacDonalds við ný útibú Ameríkan Style eða Saffran á skökkum samkeppnisgrundvelli.  Launakostnaður þessara „óbreyttu“ er miklu hærri en MacDonalds, sem ekki þarf að kaupa tryggingar.

http://www.realclearpolitics.com/video/2011/10/28/pelosi_defends_obamacare_waivers_to_1800_firms_theyre_small_companies.html

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s