Ég bjargaði lífi Hitlers, segir írskur hermaður

 
Í dag, Þýskaland, á morgun, heimurinn!

Varð heimstyrjöldin síðari að veruleika fyrir tilviljun og vegna góðverks eins írsks hermanns?  Er það þá rétt að góðverk borgi sig ekki?

Árið 1919 ,20 árum fyrir hrylling seinni heimsstyrjaldarinnar, bjargaði Michael Keogh lítið þekktri persónu á þeim tíma frá því að verða fórnarlamb múgs sem var á góðri leið með að sparka og troða líftóruna úr manngreyinu.  Nafn hans var Adolf Hitler.

Gefum okkur að þessi saga sé sönn.  Gefum okkur að sá írski hafi fengið hugboð og ekki aðhafst neitt til að bjarga horuðum litlum manni sem af einhverjum ástæðum hafði gert múg og margmenni óð af reiði.  Gefum okkur að sá írski hafi þvert á móti ákveðið að prófa eitthvað nýtt í nýju landi og að hann hafi tekið þátt í að drepa Hitler þarna árið 1919, og svo kvalist af samviskubiti fram til dauðadags yfir því að taka þátt í múgæði og meiða og drepa minni máttar.

Hefðum við sloppið við hörmungar heimstyrjaldarinnar síðari?  Hefðu Þjóðverjar bara gerst þrælar samkvæmt Icesave skilmálum Versalasamningsins?  Eða hefði mildari og réttlátari herforingi komist til valda og leitt Þjóðverja út í baráttu sem hefði hrundið Icesave ígildinu af höndum þýsku þjóðarinnar án þess að 70 milljónir hefðu þurft að tapa lífinu og hundruðir milljóna ekki þurft að binda um andleg og líkamleg sár?

Nei, ekki samkvæmt mínum skilningi.  Það hefði komið maður í manns stað.  Hitler var réttur maður á réttum tíma fyrir baktjaldaöflin, en Gruber eða Wiener hefðu alveg dugað.

Það sem verra er, þó nazisminn hafi gefið mannkynbótum (eugenics) slæman stimpil og fólk hafi fengið ofnæmi fyrir persónunjónsnum ríkisins um hríð, þá héldu mannkynbótamenn bara áfram eftir að hafa lært sína lexíu.  Þeir starfa ekki lengur fyrir opnum tjöldum, heldur laumast með bóluefnum, lyfjamafíunni og matvælastríði gegn „afætunum“.  Og persónunjósnirnar eru aftur að komast í tísku, fólki er sama þó það þurfi sífellt að vera að sýna einhverjum fulltrúum „pappírana“ og sanna að það sé ekki glæpamenn í „öryggishliðum“.

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1300943/Could-WWII-avoided-Memoirs-uncover-Irishman-saved-Hitler-kicked-death-mob.html

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s