Glæpavinna fyrir skólakrakka

Mynd CC stevendepolo

Öryggisdeild Texasríkis varar foreldra við tilraunum eiturlyfjagengja til að ráða stálpaða krakka til glæpaverka.

Starfsmenn deildarinnar segjast hafa náð 12 ára dreng sem ók stolnum pallbíl með um 400 kílóum af marjúana í síðustu viku.

Í síðasta mánuði voru tveir táningar frá Texas narraðir yfir til Mexíkó þar sem þeim var rænt, þeir barðir, krafist lausnargjalds fyrir þá og svo var þeim sleppt úti í óbyggðum nærri Rio Grande.  Í einni sýslu nærri landamærunum voru meira en 25 ungmenni handtekin fyrir að flytja eiturlyf á síðustu 12 mánuðum.

Mexíkönsku glæpasamtökin hafa spillt því sem næst heilli kynslóð af ungviði sem býr í norðurhluta Mexíkó og þeir reyna nú að spilla okkar börnum líka til að aðstoða þá við smyglverkefni sín, segir Steven C. McCraw hjá öryggisdeildinni.  Mexíkönsku glæpasamtökin sækjast eftir unglingum frá Texas til að vinna ýmis áhættusöm verk, og tilboð þeirra hafa mikið aðdráttarafl hjá börnum okkar.

http://www.krgv.com/news/local/story/DPS-Warns-Parents-that-Cartels-Recruiting-High/lIYMzFunQEy4KcE-NQDLNQ.cspx?rss=1652

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s