Steve Jobs er látinn

Mynd Apple

Steve Jobs, einn af upphafsmönnum Apple og stórleikari á sviði tölvutækninnar lést í gær, miðvikudag 5. október 2011, 56 ára gamall.

Steve var maður með sýn og byr undir vængjum.  Hann stofnaði Apple í bílskúr ásamt Steve Wozniak og þriðja fjárfesti, sem kaus við fyrsta tækifæri að fá peningana sína til baka frekar en að taka áhættuna og eiga hlutabréfin áfram.  Eftir að hafa pungað út Apple I tölvum í viðarkassa fyrir $666, og svo flottum Apple II tölvum úr betra húsnæði, þá bauðst honum ásamt Bill Gates að skreppa í skoðunarferð til Xerox stórfyrirtækisins.

Þessir tveir refir fengu svo leiðsögn um rannsóknarstofu þessa risa í ljósritunarheiminum þar sem þeir fengu að sjá mús í fyrsta sinn og gluggaumhverfi í tölvum.  Gríðarleg tilviljun að þessir tveir erindrekar elítunnar fengu að sjá þessa framtíðarmúsík án nokkura skuldbindinga um að stela ekki hugmyndinni og gríðarleg tilviljun að Xerox hafi aldrei kvartað þó þeir hafi ekki fengið ávöxt af allri rannsóknarvinnu sinni í tölvutækni.

En svona er heimurinn og það vita Kryppulesendur, ekkert er eins og það sýnist.  Elítan vill enga samkeppni, þeir eru einokunarkóngar sem vita að betra er að setja samkeppni á svið, frekar en að lenda í henni.

Þegar Macintosh tölvan kom á markaðinn um 1984, þá var hún eins og geimskip innan um gufuvélar.  Microsoft Windows var klossað og keyrði á klossuðum vélum. 

Nokkru síðar var Jobs hrakinn frá fyrirtækinu af pepsí-markaðsmanninum Sculley sem hafði tekið að sér að endurskipuleggja fyrirtækið og gera það gróðavænlegra.  Það voru hrikaleg mistök.  Apple átti mikla góðvild hjá notendum sínum sem sáu Jobs sem sinn talsmann, mann sem gaf þeim Macintosh og flottan hugbúnað meðan staðlaðir bisnessmenn eins og Sculley og Gates fretuðu út ljótum viðskiptavélum með leiðinlegum stýrikerfum.  Apple sigldi inn í mögur ár þar til Jobs kom til baka með ljósið sitt og hina stórfurðulegu iMac fartölvu.

Nú var Jobs kominn í Æ ham og í kjölfar iMac fylgdi svo hinn ástsæli iPod og nýlega iPhone og iPad.

Þrátt fyrir að Jobs væri maður með sýn á tölvusviðinu, þá lét hann fyrirtækið verða að ósköp venjulegu korpórati á öðrum sviðum.  Fyrirtækið þykist grænt með afbrigðum og réttlátt, en kaupir framleiðslutíma í einhverjum verstu þrælakistum heimsins, verstu fyrirtækjunum í verstu löndunum.  Svo slæmt er ástandið að setja þurfti net utan á verksmiðjurnar til að fækka sjálfsmorðstilraunum verkafólksins, sem streymdu upp á þak til að henda sér niður og enda sitt volaða þrælalíf.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s