Rangláti dómarinn

Í Lukku Láka bókinni „Rangláta dómaranum“ sem gefin var út á Íslandi af Fjölva árið 1979 er saga Roy Bean, einkavædds dómara og kráareiganda sögð á gamansaman hátt.

Roy þessi, eða Hrói Grænbaun eins og hann er nefndur í íslensku þýðingunni, lýsti sjálfan sig yfirvald á svæðinu og dæmdi samkvæmt „lögunum vestan Pjakkár“. 

Einn af óhefðbundnum réttarfarsferlum sem Hrói Grænbaun stundaði var að rannsaka sjálfur þau mál sem hann tók fyrir.  Í eftirmála „Rangláta dómarans“ segir: „Þjóðkvæði lýsir Roy Bean dómara, þegar hann rannsakaði dauðaslys eitt.  Hann fann á líkinu skammbyssu og 41,50 dollara.  Þá gerði hann skammbyssuna upptæka og dæmdi líkið í 41,50 dollara sekt fyrir að bera vopn ólöglega.“

Á Íslandi virðumst við einnig eiga viljuga dómara, sem taka virkan þátt í að sakfella eða sýkna fórnarlömb sín.  Í frétt mbl.is frá 25.5.2011 segir frá því hvernig Arngrímur Ísberg héraðsdómari lagði sjálfur fram ljósmynd í réttarhöldum yfir Lalla sjúkraliða.

Þá vísaði Lárus til þess að Arngrímur hefði aflað sönnunargagns og lagt  það fram. „Þetta er rétt,“ segir Arngrímur. „Dómarinn fann á netinu mynd af ákærða á tali við lögreglumenn fyrir framan bandaríska sendiráðið.  Hann prentaði hana út og lagði fram í þinghaldi 10. mars.

Hæstiréttur tekur undir þetta og segir, að þótt það sé hvorki hlutverk dómara að afla sjálfur gagna í sakamálum né leggja þau fram komi fram í greinargerð Lárusar til Hæstaréttar, að enginn ágreiningur sé uppi í málinu um hvar hann stóð og séu aðilar málsins sammála um hvar ætlað brot hafi átt sér stað.

„Því verður ekki séð að framlagning umræddrar ljósmyndar skipti neinu varðandi sönnun um þá háttsemi sem ákærða er gefin að sök. Veldur framlagning héraðsdómara á ljósmyndinni því ekki vanhæfi hans, enda þótt hún hafi ekki verið í samræmi við það hlutverk sem honum er ætlað,“ segir Hæstiréttur.

Dómarinn er sem sé ekki vanhæfur, þó honum þyki saksóknarinn slappur í að hlaða upp sönnunargögnum og fari því og afli þeirra sjálfur.  Hann hefur greinilega enga fordóma gegn Lalla eða stjórnarskrárbundnum rétti almennings til að mótmæla á opinberum vettvangi, því hann aflaði bara aukasönnunargagna um atriði sem engin ágreiningur var um, hvort sem er.  Það má því segja að skilningsleysi dómarans á málinu hafi bjargað honum frá því að gera sjálfan sig vanhæfann.  Hann blandaði sér í þrasið, þó hann eigi að vera „hið blinda réttlæti“, hélt greinilega með lögreglunni og bandaríska sendiráðinu, en af því að rannsóknarvinna hans var algerlega gagnlaus fyrir ákæruvaldið, því fórnarlambið þrætti ekkert fyrir um þetta atriði, þá er dómarinn enn „hæfur“ og hlutlaus að mati hæstarétts.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/05/25/domari_lagdi_fram_ljosmynd/

2 athugasemdir við “Rangláti dómarinn

  1. Mig minnir að næsta sem Lukku Láki hafi gert ,hafi verið að blístra á Léttfeta undir gluggan ,stökkva út og ríða í burtu.Ég veit ekki hvort Lalli eigi svona gáfaðan hest.
    En það hlýtur að vera erfitt að sitja undir árásum svona vanhæfs dómara.
    Allt heila kerfið er vanhæft,og ekki dæmir það sjálft sig útaf vellinum.Ég auglýsi eftir Lukku-Lákum nær og fjær til að koma böndum á ógæfu- og óreiðumennina.

  2. Já, þetta er meiri brandarinn allt saman, en samt sorglegt. Bandarísk yfirvöld eru þvílíkir níðingar, glæpamenn og fjöldamorðingjar en svo er Lalli handtekinn!? Hvernig geta hlutirnir verið svona brenglaðir og fólk blint?

Færðu inn athugasemd við Þossi Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s