Sjúkraliði stjórnarskrárinnar berst við kerfið

Hei - ekki taka myndir góði!

Það eru fáir prinsipp menn á Íslandi, en einn af þeim er Lárus Páll Birgisson, oftast nefndur „Lalli sjúkraliði.“

Á sama tíma og við halelújum okkur hægri og vinstri og kaupum okkur syndaaflausn frá UNÍFEM eða Rauða Krossinum eða Hjálparstofnun Kirkjunnar, eða ABC barnaþorpum, þá horfum við í hina áttina meðan ráðamenn okkar ropa já í NATÓ, já, farið og sprengið 10 börn fyrir hvern 1 hermann Gaddafis sem okkur tekst að drepa, já, sprengið ástsælan einræðisherra og sósíal-undur í burtu frá þjóð sinni, já, ráðist á Afganistan og Írak, já, við erum viljug stríðsþjóð með heilaga samvisku og við getum með aðstoð áróðursdeildar RÚV dæmt hvað er rétt og rangt hinum megin á hnettinum og sent böðla okkar til að framfylgja dómnum.

Á sama tíma og við höldum að við þurfum nýja stjórnarskrá til að verja þau réttindi sem okkur eru tryggð í núverandi stjórnarskrá, þá eru sumir sem vita að í raun þarf bara að minna kerfið á gömlu stjórnarskrána og að hún gildi enn.  En það er ekki þrautalaust, að berjast við kerfið. 

Það kostar handtökur og þras.  Vinnutap og lögfræðikostnað.  Frelsissviptingu tímabundið.  Innritun á svarta lista heimsveldisins.  Þetta þekkir Lalli sjúkraliði á eigin skinni, en hann berst áfram.  Ár eftir ár.

En Lalli hjúkrar stjórnarskránni, hann fer og talar við afvegaleidda lögreglumenn, sem hafa snúist gegn borgurunum og stjórnarskránni.  Menn sem vilja bara skipa borgurum að standa hér eða þar eftir geðþótta.  Hann ögrar leiguföntum bandaríska sendiráðsins og tekur myndir, stendur með „War Mongers“ skilti sem virðist fara í taugarnar á heimsveldinu og gera það logandi hrætt.

Það hefur einnig komið í ljós við google rannsóknir, að þessi sjúkraliði stjórnarskrárinnar og réttlætis á Íslandi stóð í stríði við Matta örvita, mörgum árum áður en við Kryppukarlar vissum af þeim furðulega fótgönguliða kerfisins.

Gullvagninn hefur kvartað yfir því að Kryppunni vanti betri óvini, að barátta við Örvitann sé hálf niðurlægjandi fyrir vefmiðil með svo háleit markmið um að breyta heiminum til betri vegar, eins og dropinn holar steininn.

En ég sé nú að við höfum einhvernvegin skynjað þá vá sem þjóðinni stafar af ógirtum örvita og hans fúla málflutningi, því ef Lalli sjúkraliði gefur sér tíma til að berjast við örvitann af svipaðri elju og gegn yfirgangi heimsveldisins, þá verðum við að leggja honum það lið sem við getum, bæði í að hjúkra stjórnarskránni, og í að þrífa upp ælupolla á netinu.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá og heyra hvernig Lalli hjúkrar stjórnarskránni árið 2009 og er að lokum handtekinn af gestapólegum leðurmanni eftir að hafa rætt stjórnarskrána og geðþóttaaðgerðir um hríð við hanskaklæddann en frekar óviljugan þjón heimsveldisins.

Þetta er alveg kostulegt – hvernig lögreglan ákveður að mótmælendurnir megi ekki standa á ákveðnu svæði en reyna svo að víkja sér undan því að viðurkenna að það bann sé sett bara á mótmælendurna, ekki alla borgara, og er þar með pólitísk mismunun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s