Magna fjárfestir 51 milljarð í rafbílum

Tesla til sýnis á Íslandi

Nei, það er ekki prentvilla í nafni kanadíska fyrirtækisins Magna, þetta er ekki Magma vampíran sem liggur á lífeyrissjóðunum okkar og orkuauðlindunum eins og hrægammur.

Kanadíska fyrirtækið Magna ætlar ásamt Ontaríó fylki að fjárfesta 432 milljónir kanadadollara í þróun og framleiðslu á íhlutum fyrir rafbíla, þar af fjárfestir fylkið fyrir rúmar 48 milljónir, þannig að minnst af þessu fé kemur frá skattborgurum.

Áhersla verður á þróun lausna fyrir rafbíla, íhluta, léttra efna og rafbúnaðar auk rannsókna á óhefðbundnum orkugjöfum.  Verkefnið skapar um 728 störf. 

Við ættum að taka Kanadamenn til fyrirmyndar og fjárfesta sjálf í rannsóknum og tilraunaframleiðslu á íhlutum, nú eða bara einfaldlega að styrkja fyrirtæki sem vilja bjóða fólki að breyta bensínhákunum sínum í rafbíla.  Háskólarnir hafa þegar keyrt nokkur verkefni þar sem nemendur í verkfræði breyta bensínbílum í rafbíla.  Það er enn dýrt, en með nýjum íhlutum og hagkvæmum innkaupum eða jafnvel framleiðslu hér á landi, þá getum við auðveldlega verið í fararbroddi þessarar tækni.

Þeir einu sem tapa á því er íslenska olíumafían… sem þýðir að lítill áhugi verður á verkefnum af þessu tagi hjá stjórnmálamönnum.  Þar verður öll áhersla lögð á vetnistækni, því það tryggir áframhaldandi viðskipti við öskjuhlíðarmennina.

http://coldain.com/2011/08/31/magna-offers-tech-for-electric-cars-analyst-blog/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s