Hið illa Apple – skilaboð til Jobs

Steve Jobs lét af störfum sem foringi Apple tölvufyrirtækisins í síðustu viku.

Í tilefni af því hafa vændisfjölmiðlarnir lofsungið líf og starfsferil þessa brautryðjenda í einkavölvuvæðingunni, en Jobs stofnaði Apple tölvufyrirtækið í bílskúr á 8. áratugi síðustu aldar ásamt Steve Wozniak og Apple I tölvan í viðarkassa var fyrsta einkatölvan sem hægt var að panta samsetta árið 1976.  Hún var seld á $666.

En Alex Jóns veltir upp nokkrum spurningum sem hann vill að Steve Jobs svari, svona áður en hann yfirgefur þetta tilverustig.

Meðal annars, hvers vegna er tíðni sjálfsmorða margfallt hærri í verksmiðjum Apple í Kína heldur en í verksmiðjum í Bandaríkjunum, og margfallt hærri en í öðrum verksmiðjum í Kína?

Hvers vegna púkkar Apple upp á Al Gore og hefur þennan mörð í stjórn fyrirtækisins, auk þess að þrýsta á svikavagn kolefnishagkerfisins?  En á sama tíma blæs Apple út gríðarlegu magni koltvísýrings frá netþjónabúum sínum, án þess að leita til dæmis til Íslands eftir „grænni“ kostum.

Jóns segir við Jobs – Í stað þess að lesa yfir fólki með gervivísindum um hnattræna hlýnun á sama tíma og þú ræður einna verstu þrælahaldara og starfsmannaníðinga heimsins til að framleiða fyrir þig, ef þú myndir aðeins sjá af nokkrum dollurum af hverri framleiddri einingu, þá gæti Apple orðið leiðandi á heimsvísu í nýrri byltingu siðræns kapitalisma.

Svo fer Jóns yfir í tengsl Apple og ‘transhúmanista’, þeirra sem trúa á (og vinna að) samruna manna og véla, og þá ekki bara í skilningnum gervilimir eða augu, eyru eða álíka, heldur flögu í hvern haus, eða jafnvel meðvitundin flutt í tölvuheiminn og líkaminn yfirgefinn:

Fyrr á árinu sagði Steve Wozniak, hinn hlutinn af upprunalega stofndúói Apple, að „framtíð mannkynsins er lítil önnur en að gerast gæludýr“ þegar gervigreindin nær sér á strik.

Jóns fer á flug þegar hann svo lýsir því hvernig kínverskir starfsmenn þurfa að hlekkja börn sín við grindverk fyrir utan verksmiðjurnar sem Apple tölvur eru framleiddar í (engin ókeypis dagvistun þar), meðan þeir þræla langan starfsdag í von um að eignast nógu marga aura til að kaupa mat handa sér og börnunum.

Hvað um að hætta þessum þykjustuleik með að vera mannvinur og gerast alvöru mannvinur?  Hvað um að breyta framleiðsluferlinu í til betri vegar, þá getur Apple kannski farið að líma miða á vörur sínar sem fullyrða að ekkert fólk hafi skaðast við framleiðsluna, eins og sumir sjampóframleiðendur monta sig af því að engin dýr hafi skaðast við framleiðslu og prófunarferilinn.

„Hei, hvar fékkstu lifrina þína, Steve?“  Spyr Alex, en hann hefur margoft fjallað um líffærasölu kínverskra stjórnvalda til auðmanna.  Þar eru fangar drepnir og líffæri þeirra sett á ís í sérstökum „sjúkrabílum“ á leiðinni út á flugvöll, svo auðmenn sem geta borgað fái þau sem ferskust til vestrænna sjúkrahúsa, ef þeir vilja þá ekki bara fá þau volg úr nýslátruðum föngum á kínverskum lúxusheilsugæslum fyrir elítuna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s