ESB bannar og bannar

Það er langt síðan íbúar skrifræðisríkisins ESB hafa getað keypt sér 75 eða 100 watta glóðaperur en nú er komið að 60 watta perunni.

1. september 2011 verður bannað að selja 60w glóðaperur (venjulegar ljósaperur) í óskalandi forræðishyggju og forpokamanna, ESB.  Þar vilja skriffinnar og stjórnunarbrjálæðingar hafa „vit fyrir almenningi,“ sem þeir fyrirlíta og hata.  Neyða á fólk til að spara rafmagn undir því yfirskini að það sé betra fyrir náttúruna að nota minna rafmagn.  Heilaleysið er samt slíkt, að allir sorphaugar og heimilin fyllast í staðin af kvikasilfri, einu versta eiturefni sem þekkist, þegar þessar perur fara á haugana eða springa inni á heimilum fólks.

Á heimasíðu Landsvirkjunar má finna eftirfarandi áróðurstexta sem þeir birta hiklaust þó hann sé gegn þeirra eigin hagsmunum um meiri orkusölu til almennings:

Glóðarperur gefa ekki einungis frá sér birtu, heldur nota þær líka rafmagnið til þess að búa til hita. Sparnaðarljósaperur gefa hins vegar frá sér lítinn hita og nota rafmagnið nær eingöngu til lýsingar.

Sem betur fer eru margir Evrópubúar sniðugir og elska að þvælast fyrir búrókrötunum.  Þjóðverjarnir sem reka „Heatball.de“ bjóða upp á hina forboðnu ávexti, 75 og 100w ljósaperur.  Nei, afsakið.  Það eru ekki ljósaperur.  Það eru smáofnar sem kallast hitahnettir.  Það eru ekki ljósaperur, en þessir smáofnar passa í sömu rafstæði.

Hitaboltarnir eru svo skilvirkir við að hita, að þeir myndu dúxa A gráðu í orkumerkingu, þeir nýta 95% af orkunni í hita!

Til að snúa á heimska, rykfallna og illgjarna búrókratana í ESB þarf bara viðhorfsbreytingu.  Ég er ekki bara að tala um að leggja sambandið niður (þó það sé snjöll hugmynd), heldur að komast framhjá þessu banni með því að líta bara á ljósaperur sem hitatæki, sem hafa þá heppilegu hliðarvirkni að lýsa upp í leiðinni.

http://heatball.de/en/wirkungsgrad.php

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s