Tími einkatölvunnar er liðinn

Mynd CC Boffy b

Verkfræðingur hjá IBM sem var í teyminu sem fyrir 30 árum hannaði fyrstu PC tölvuna segir að tími einkatölvunnar sé liðinn.

Mark Dean hjá IBM  segir að hann hafi verið stolltur af alþjóðarisanum þegar IBM ákvað að yfirgefa einkatölvubissnessinn í 2005 með því að selja fartölvu og einkatölvuhluta fyrirtækisins til Lenovo.

Hann segist hafa skipt yfir í spjaldtölvu og einkatölvan sé farin sama veg og „lampar, ritvélar, vínilplötur, túbuskjáir og glóðljósaperan.“

TechEYE.net segir frá þessu og bætir við að ef hann sé að nota spjaldtölvu við vinnu sína, þá sé hann varla mjög afkastamikill.  Örgjörvi þeirra sé hægur og það er ekkert lyklaborð.

Það er raunar örlítil vísbending um raunverulega merkingu þessarar yfirlýsingar Marks í lista hans yfir „úreltu“ tækin.  Þar á meðal er glóðperan, en hún er langt frá því úrelt, þvert á móti, vaxandi hópur fólks vill geta haldið áfram að nota glóðperur frekar en sparperur sem skapa hættu fyrir heimili og lífríki með kvikasilfurmengun og gefa frá sér ljós sem tifar á hárri tíðni og veldur höfuðverk hjá sumum.

Glóðperan er ekki úrelt, það er verið að útrýma henni með reglugerðafargani og uppspuna.  Pólitísk útrýming.

Það sama gæti verið á dagskrá með einkatölvuna, að sá tími sem fólki er leyft að eiga gögn sín á eigin diski og jafnvel geyma á tölvu sem ekki er nettengd kann að vera liðinn.  Nú vilja stjórnunar og eftirlitsbjrálæðingarnir að öll gögn séu geymd í „skýinu“, á internetinu á netþjónum þjónustuaðila, eins og facebook, gmail og í hinu nýja Amazon „skýi“.  Þar er hægt að hafa eftirlit með gögnunum og jafnvel eyða þeim ef þau eru ekki pólitískt rétt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s