Ábatasamar úthaldspillur með leyniefni

Mynd CC NickNguyen

Í suður kóreskri heimildarmynd fyrir SBS sjónvarpsstöðina er kínverskur lyfjaiðnaður borin þungum sökum:  Í þættinum er því haldið fram að úthaldspillur séu framleiddar úr líkömum látinna barna.

International Busness Times í San Fransisco segir frá efni myndarinnar.

Kínverskir spítalar og fóstureyðingastofur sjá iðnaðinum fyrir hráefni, og hafa þegar í stað samband ef barn deyr, oftast andvana fædd börn eða fóstur.  Lyfjafyrirtækin kaupa líkin og fela þau til að byrja með í kæligeymslu meðal líka sem eiga að fá útför, til að forðast grunsemdir.  Síðar eru líkin sótt og þau sett í örbylgjuofn sem þurrkar þau upp, svo eru þau duftuð, sett í hylki og seld sem úthaldspillur, að sögn teymisins að baki heimildarmyndinni.

Teymið komst yfir úthaldspillur og lét gera DNA próf á þeim.  Niðurstaðan var 99.7% DNA úr mönnum.  Einnig fundust leyfar að hári og nöglum.

Þátturinn afhjúar einnig viðskiptanet milli Kína og Suður Kóreu sem sér um að fullnægja eftirspurn eftir svona vörum í Suður Kóreu.

Auk barnapillana eru fylgjur þurrkaðar, púðraðar og settar í pillur, en þau viðskipti eru meira uppi á yfirborðinu.

http://sanfrancisco.ibtimes.com/articles/193371/20110805/china-dead-baby-pill-stamina-booster-cannibal-placenta.htm

Tengt:

Kannibalismi kóngafólksins

Fylgjupillur gegn fæðingarþunglyndi

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s