Kímrunar manna og kinda

‘Kímrunar’ (Chimeras) nefnist það þegar lífvera samanstendur úr vefjum mismunandi tegunda.  Fyrir daga erfðatækninnar hélt vantrúarfólk að þessar verur væru afsprengi ímyndunaraflsins og ýkjusaga.  En nú á tímum eru þessar verur aftur að birtast á jörðinni.

Í frétt frá árinu 2005 segir frá hóp sauðfjár í Bandaríkjunum sem samanstendur af um 50 gripum sem hafa lifrar, hjörtu, heila og önnur líffæri sem eru að hluta með erfðaefni manna, eftir að stofnfrumum úr mönnum var sprautað í þau meðan þau voru enn á fósturstigi.

Hlutfall mennskra fruma í líffærum kindanna er um 10% að jafnaði, en í sumum tilfellum allt að 40%.

Mýs hafa verið ræktaðar með heilavef sem er nánast algerlega skipaður mennskum heilafrumum, en vísindavíkingum finnst ólíklegt að mennsk vitund myndist hjá þessum dýrum, þó þær búi yfir nokkrum klump af mennskum heilavef.

„Við höfum ekki séð þær haga sér öðruvísi en kindur,“ sagði Esmail Zanjani stofnfrumuvíkingur hjá háskólanum í Nevada-Reno, sem vonast til þess að einhvern daginn takist honum að breyta þessum kímrunum í gróðavænlega framleiðslu á mennskum líffærum.

Andófs aðgerðasinnarnir Stuart Newman og Jeremy Rifkin óttast að þessar tilraunir sæki yfir í stærri og þróaðri dýr.  Þeir gerðu frumlegt áhlaup með forvirkum hætti á að hinn týndi hlekkur manna og apa yrði ræktaður.  Þeir sóttu nefnilega um einkaleyfi á hugmyndinni að mannapa (humanzee), veru sem er hálf mennsk og hálfur simpasi.

Einkaleyfastofan hafnaði þó umsókn þeirra á þeim grunni að „uppfinningin“ væri of mennsk og skaraðist á við þeirra túlkun á stjórnarskránni – þeir telja að einkaleyfi á fólki jafngilda þrælahaldi.

http://www.msnbc.msn.com/id/7681252/ns/health-cloning_and_stem_cells/t/scientists-create-animals-are-part-human/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s