Svikamyllan að hrynja

Mynd CC Wonderlane

Húsnæðisverð er ekki á uppleið í Bandaríkjunum og ómögulegt að það hækki á sama tíma og tæpar 11 milljónir heimila eru á leið í gjaldþrot á næstu 6 árum.

Laurie Goodman hjá Amherst Securities er einn helsti sérfræðingur í bandaríska húsnæðismarkaðnum.  Hún kynnti nýjustu skýrslu sína hjá American Enterprise Institute og útlitið er hryllilegt.  Hún segir „10.81 milljón heimili eiga gjaldþrot á hættu á næstu 6 árum.  Jafnvel með gríðarlegri varkárni í túlkun er ekki hægt að koma þessari tölu niður fyrir 8.7 milljónir heimila.“

Fjöldi ónotaðs íbúðarhúsnæðis er nú þegar mikill vegna gjaldþrota og hefur vaxið úr 2 milljónum heimila árið 2009 í 3,35 milljónir í apríl síðastliðnum, sem er 67% aukning.  En fjöldinn á eftir að þjóta upp úr öllu valdi miðað við þessar nýju tölur um yfirvofandi gjaldþrot heimila.

Þetta ástand mun augljóslega þrýsta verði á íbúðarhúsnæði enn frekar niður, en 28% íbúðareigenda sitja nú þegar í yfirveðsettu húsnæði.  Nýleg könnun á vegum Fannie Mae sýnir að 27% húsnæðiseigenda íhuga nú að skila lyklunum, en í Bandaríkjunum geta þeir [enn] yfirgefið húsnæðið og látið fjármálastofnanir sitja uppi með veðið eitt sem tryggingu fyrir láninu.

Svona lítur það út þegar svikamylla riðar til falls, segir David DeGraw hjá Global Reserach.  „Við verðum að gera bankana (sem voru ‘of stórir til að mega fara á hausinn’) upp og binda endi á þessa skipulögðu glæpastarfssemi bankanna.“

Byggt á grein David DeGraw

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s