Herinn beitir sér gegn borgurum í Flórída

Mynd Homestead ARB

Í bænum Homestead í Flórída er flugherinn farinn að svara útköllum vegna glæpa, þvert á eina meginstoð bandarísks réttarkerfis.

Það heitir ‘Posse Comitatus’ og er af upplýstum Bandaríkjamönnum talin vera einn af helstu varnöglum Landsfeðranna gegn alræðistilburðum stjórnvalda.  Samkvæmt þessum bálki mega stjórnvöld ekki nota herlið til löggæslu innanlands.

Á vefsíðu Varaliðs flughersins í Homestead segir að „Glæpalínan hér í herstöðinni er opin fyrir alla í stöðinni eða utan hennar til að tilkynna nafnlaust um glæpi.  Ef þú sérð að glæpur er framinn eða ef þú sérð grunsamlegar mannaferðir, bíla eða aðstæður sem þér þykja grunsamlegar, hringdu þá í glæpalínu öryggisdeildarinnar…“

Þann 15 júlí héldu herlögreglumenn grunuðum glæpamanni við Circle Kin þar til lögreglan í Miami-Dade mætti.

„Við eru öll ábyrg fyrir því að koma í veg fyrir glæpi, því fleiri sem klaga, því betra er öryggið í kring um hermannvirkin og bæjarfélagið hér í kring,“ sagði herlögregluöryggisstjórinn Juan Lemus.

En að vísu er sérstaklega kveðið á um að herinn eigi ekki að skipta sér af innanlandsmálum í Posse Comitatus bálknum og því átti herlögreglan ekkert með að skipta sér af glæpum utan herstöðvarinnar.

Það er auðvelt að setja þetta í íslenskt samhengi.  Meðan bandaríski herinn var enn á Íslandi, þá urðum við heldur betur foj, þegar öryggislið á vellinum smalaði íslenskum borgurum saman sem voru að þvælast nærri girðingunni (en okkar megin þó) og miðuðu á þá byssum.  Það kemur kannski á óvart, en upplýstir Bandaríkjamenn hafa nákvæmlega sömu skoðun á afskiptum hersins af löggæslu innanlands.  Herinn er eins og breiðsverðin sem voru notuð til að saxa óvini eða óþekka bændadurga í tvennt á tímum lénsveldisins.  Þú notar ekki slík áhöld til að fjarlægja flís úr putta.

http://www.infowars.com/busting-posse-comitatus-military-cops-arrest-civilians-in-florida-city/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s