Friðhelgin sovétvædd

Fortíðin og framtíðin - sovéskt íbúðarhúsnæði

Stórfyrirtæki og vefmiðlar fylgjast með okkur með allskyns hætti, en allra mestur njósnaranna er þó ríkið.

Augu almennings hafa beinst að rétti sínum á friðhelgi eftir að hneykslið með gulu pressu Murdocks varð opinbert.  Það eru þó fleiri leiðir til að fylgjast með fólki heldur en að hlera síma þeirra.  Gríðarlegar upplýsingar um þig og neyslu þína verða til með notkun greiðslukorta.  Ef fyrirtæki eru svo heiðarleg að nota sér ekki möguleikann á að smala öllum þínum innkaupum hjá þeim saman með því að flokka eftir greislukortsnúmeri, þá eru það tryggðarkortin sem gegna sama hlutverki.

Þeir sem eru virkilega áhugasamir og tilbúnir að eyða örlítið meira fé geta notað myndgreiningu úr öryggismyndavélum til að fylgjast jafnt með hegðun viðskiptavina sem hóps og einnig með einstaklingum.  Ótrúlegt?  Ekki svo.  Kryppan sagði frá því fyrr á árinu hvernig myndgreining er notuð til að reikna út hversu margar hitaeiningar börn innbyrða í mötuneyti skóla.

Á netinu göngumst við undir allskyns skilmála um leið og við nýtum okkur þjónustur eins og til dæmis Facebook eða Gmail.  Við kynnum okkur þessa skilmála yfirleitt ekki neitt, en smellum bara á hnapp til að samþykkja þá, því annars er þjónustan ekki í boði.  Skilmálarnir miðast að mestu við þarfir og hagsmuni mótaðilans.

En allt er þetta smámunir þegar kemur að allra stærstu eftirlitsmaskínunni.  Ríkinu.

Á Íslandi er hamrað á „forvirku heimildunum“, sem veita ríkinu rétt til að fiska eftir gögnum sem hægt er að nota til að koma sök á borgarana þó enginn grunur liggi fyrir um tengsl við glæpastarfsemi eða aðrar röksemdir fyrir eftirliti.  Nú er þó sá litli varnagli að yfirvöld þurfa tæknilega séð að láta dómara gúmmístimpla leitarheimild eða heimild til hlerana.

Í Bandaríkjunum er aftur á móti draumaríki forvirkra stjórnunarbrjálæðinga.  Þar má í raun allt gera í nafni „stríðsins gegn hryðjuverkum.“  Allar heimildir eru fyrir hendi til að gangsetja lögregluríki sem gerir gamla sovétið að algerum leikskóla í alræði. 

Með „föðurlandslöggjöfinni“ er hægt að halda mönnum án ákæru í ótiltekin tíma.  Hvað þýðir það?  Það er hægt að ræna fólki af götunni eða brjótast inn klukkan 5 um morgun, draga húsbóndann á brott og hann sést svo aldrei meir.  Grátandi eiginkona spyrst fyrir hjá öllum upplýsingabúrum ríkisins, en fær engin svör.  Húsbóndinn er fluttur í leynifangelsi, fær enga lögfræðiaðstoð, er aldrei kærður, en hugsanlega pyntaður og svo bara haldið ótímabundið á þeim forsemdum að hann gæti einhverntíma framið hryðjuverk.  Þetta er all sovéskt, ekki satt?

Hvað með hreinsanir og aftökur?  Jú, það er allt græjað.  Óbama er meira að segja að nota þann lagaramma núna og liðka til fyrir almennri notkun á honum með því að senda menn, meira að segja inn í önnur lönd til að drepa „óvini“, eins og bin Laden og Gaddafi.  Auk þess sveima ómönnuð vopnuð flugför sem ég kalla „dauðaþjarka“ yfir Pakistan, Afganistan og víðar og skjóta Vítisflaugum ™ á óauðkennt fólk sem er fordæmt án dóms og laga sem „óvinavígamenn“ fyrir það eitt að byssa eða eitthvað sem líkist byssu sést í eftirlitsmyndavélum þjarksins. 

Munið eftir fréttamanni Reuters sem var skotinn á færi af árásarþyrlu ásamt hópi borgara þegar eftirlitssjúkir og morðóðir fantar ákváðu að myndavél væri flugskeytabyssa?  Þið hafið vafalaust dregið þá ályktun að það atvik hafi orðið til þess að þessi mál væru „löguð“.  Nei, þyrluatvikið er rútínan, það eina sérkennilega við það var að myndir komust í fjölmiðlana. 

Það er ekkert lagalega sem stöðvar forseta Bandaríkjanna í að nota sömu heimildir á hvern sem er.  Þar á meðal bandaríska ríkisborgara og innan landamæra Bandaríkjanna.  Ótrúlegt?  Nei, þeir eru nú þegar að byrja að venja fólk við.  Óvopnaðir eftirlitsþjarkar sömu gerðar og í Afganistan og Pakistan fylgjast nú með breiðri ræmu kringum landamæri Bandaríkjanna og Kanada.

Það eru meira að segja tilbúnar fangabúðir (concentration camps) fyrir milljónir Bandaríkjamanna, flestar eða allar ef ég man rétt fullbúnar meira að segja með járnbrautarspor upp að dyrum, svo hægt sé að flytja öfgamenn í gripavögnum á staðinn.

Á flugvöllum og úti í samfélaginu er svo almenningur látinn venjast því að lögregluþjónar séu að breytast í lögregluyfirvöld, þrælapískara sem gelta skipanir og krefjast fullkominnar undirgefni af borgurunum um leið og þeir vaða inn í innstu einkakima, hvort sem það eru líkamsleitir og nektarskimun á flugvöllum, íþróttaleikvöngum, rútustöðum og jafnvel verslunarmiðstöðvum, eða forvirkt grams á heimilum manna.  Það er meira að segja verið að kynna til sögunnar heilaskima, sem þeir segja að geti lesið hugsanir manna og ákvarðað hvort þeir séu „öfgamenn“.  Svoleiðis græjur þurfa ekki einu sinni að virka, það er eins og með lygamælinn, þegar þú gengst viljandi eða óviljandi undir slíka mælingu, þá er hægt að halda fram með „vísindalegum hætti“ að þú sért lygari, öfgamaður eða hvað sem er. 

Það er líka sovéskt.

Tengt efni:

Bannaður samsærisþáttur – fjallar um lögregluríkið og FEMA fangabúðirnar

Geta talið kalóríur með eftirlitsmyndavélum

Naomi Wolf: Stefna enn að fasisma

Dauðaþjarkar innan Bandaríkjanna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s