Gæti lent í fangelsi fyrir matjurtarækt

Julie Bass gæti lent í fangelsi í 93 daga fyrir það að rækta matjurtir í garðinum sínum í andstöðu við vilja borgaryfirvalda.

Brotið felst í því að samkvæmt reglum borgarinnar skal gróður fyrir framan hús í borginni vera „viðeigandi“, og foringi skipulagssviðs í borginni segir „viðeigandi“ þýða „algengt.“  Þannig eru rökin sú að fyrst aðrir rækta ekki matjurtir, þá eigi Julie ekki að gera það.

Borgin er hinsvegar ekkert að eyða tíma í að bögga fólk með garða í órækt, enda er það væntanlega nógu „algengt“ til að fullnægja „lesskilningi“ borgarfulltrúarns.  Þegar fréttakonan spyr borgarfulltrúan út í af hverju hann sé að eltast við þennan snyrtilega matjurtargarð, þá segir hann, flóttalegur til augnanna, að flestir myndu vera sammála honum og telja matjurtagarðinn óviðeigandi. 

Það virðist samt almennt vera á hinn veginn, þegar fréttakonan spyr nágranna.

Julie gæti lúffað og fært garðinn sinn aftur fyrir hús, eða bara hætt matjurtarækt.  En hún ætlar að standa í þessu strögli og hætta á dóm, því hún skilur að það er kominn tími til að segja NEI við yfirgangi stjórnunarbrjálæðinga.

Fyrir þá sem þekkja dagskrána, þá koma svona fréttir ekki á óvart.  Málið snýst ekki um hvað sé snyrtilegt í grotnandi efnahagsumhverfi Bandaríkjanna.  Það snýst um að fólk á ekki að vera sjálfbjarga, það á að kaupa mat, ekki rækta hann.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s