Einhverfa kann að tengjast þunglyndislyfjum

Mynd CC Lance Neilson

Tvær nýbirtar rannsóknir benda til þess að umhverfisþættir eigi stærri hlut í örsökum einhverfu heldur heldur en áður var talið.

Með þessum rannsóknum fer að halla á fyrri kenningar um að einhverfa ráðist einungis af erfðaþáttum.

Í annari rannsókninni bar teymi frá Stanford háskóla saman tilfelli einhverfu hjá eineggja og tvíeggja tvíburum, en tíðni einhverfu hjá hinum síðarnefndu, sem hafa þó helmingi færri sameiginlega erfðavísa, er óeðlilega há, en það bendir til þess að aðrir þættir en erfðaefnið valdi fötluninni.

Í hinni komst teymi frá tryggingarisanum Keiser Permanente að þeirri niðurstöðu að mæður einhverfra barna væru tvisvar sinnum líklegri til að hafa verið ávísað þunglyndislyfjum á meðgöngunni heldur en mæðrum heilbrigðra barna. 

Þar að auki voru þær mæður sem notuðu þunglyndislyf á fyrstu þrem mánuðum meðgöngu þrisvar sinnum líklegri til að fæða einhverf börn.

Þessar rannsóknir styðja við þær raddir af jaðrinum sem hafa lengi bent á að umhverfisþættir kunni að spila stærra hlutverk í orsökum einhverfu.  Umhverfisþættir eins og lyf, bólulyf og jafnvel mataræði.  Það útilokar þó ekki að börnum með ákveðna erfðavísa sé hættara við að þróa með sér einhverfu, í meðgöngu eða við bólusetningar.

Autism may be linked to antidepressant use

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s