Nýja Ísland í Armageddon örk?

Hér er stutt fréttaskot frá Russia Today um nýjasta æðið hjá þeim sem eiga peninga; Armageddonheld byrgi og arkir.

Takið vel eftir síðari hluta myndskeiðsins, þar má sjá teikningar af sjálfbærri örk sem getur flotið á hafinu, eða verið í kafi, allt eftir því hvar þægilegast er að dveljast meðan ragnarök ganga yfir.

Örkin er í raun heil borg, sjálfu sér nóg um orku og mat.  Zeitgeist draumur úti á alþjóðlegu hafsvæði.

Þar geta arkarbúar lifað þægilegu lífi í útópísku þjóðfélagi, fjarri sköttum, stríðum og uppvakningum.

Eitthvað gengur brösulega að koma hjólum réttlætisins í gang á nýja Íslandi og skjaldborgin virðist snúast um að verja bankana fyrir heimilunum.  Okkar bíður bara sívaxandi skattheimta og þverrandi hagur í nýrri heimsmynd sem er gerð að fyrirmynd gamla lénskerfisins. 

Kannski er lausnin sú að slá saman í dómsdagsörk, og mara svo í hálfu kafi úti fyrir Grímsey?  Laus við skattaklóna og Icesave rugl, spillta stjórnmálamenn og endalaust lögregluríki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s