Apple njósnar um notendur iPhone

Viðskiptapressan hefur á síðustu viku fjallað ítarlega um það hvernig Apple hefur njósnað um notendur iPhone, iPad, Mac tölva sem nota „Snow Leopard“ og jafnvel Windows tölvur sem keyra Safari 5 vafra.

cc maxhainsch

Apple hefur skrásett ýtarlega staðsetningasögu notenda sinna í falda skrá á tækjunum.  Þessi skrá er svo flutt yfir á tölvu þegar tækin eru tengd henni, og afrit sent til Apple.

Hér á eftir er örlítið yfirlit yfir fréttir síðustu daga um málið. 

20. apríl – Öryggissérfræðingar hafa komist að því að iPhone heldur skrá um allar þínar ferðir og geymir upplýsingarnar í leynilega skrá á tækinu, sem svo er afrituð á tölvu notendans þegar tækin eru tengd saman.  Skráin geymir staðarákvörðun ásamt tímasetningu, sem þýðir að hver sem kemst yfir símann eða skrána með þjófnaði eða öðrum hætti getur kortlagt ferðir notendans með einföldum hætti.  Þessi skráning virðist hafa byrjað með uppfærslu á stýrikerfi sem gefin var út í júní 2010.

Apple hefur gert afbrýðisömum mökum, einkaspæjurum og nánast hverjum sem hefur aðgang að tölvu eða síma notenda kleyft að skoða nákvæmar upplýsingar um þá staði sem hann sækir og hversu lengi hann dvelur.

http://www.guardian.co.uk/technology/2011/apr/20/iphone-tracking-prompts-privacy-fears

21. apríl – Al Franken þingmaður Minnesota gagnrýnir Apple eftir fréttir af njósnum fyrirtækisins um notendur.  Hann skrifar Steve Jobs bréf þar sem hann lýsir „áhyggjum“ af slíkri upplýsingasöfnun.  Hann segir að hver sem kemst yfir slíka skrá geti komist að heimilisfangi notandans og helstu staði sem hann sækir, fyrirtæki, skóla, lækna og svo framvegis.  Þingmaðurinn hefur sérstakar áhyggjur af börnum sem nota tæki frá Apple.

Senator Al Franken Blasts Apple Over iPhone Tracking
http://www.ibtimes.com/articles/136901/20110421/senator-al-franken-letter-steve-jobs-apple-iphone-ipad-location-tracking.htm#ixzz1KWstOTrA

23 apríl – Apple er þögult vegna málsins og svarar ekki fjölmörgum fyrirspurnum fjölmiðla.  Alþjóðlegi Viðskiptatíminn segir virknina greinilega hafa verið hannaða inn í búnaðinn, því gagnagrunnurinn sé afritaður og meira að segja færður milli tækja þegar notandi flytur dótið sitt yfir á nýja vél.  Viðskiptatíminn brúar bilið milli þagnar Apple og forvitni viðskiptamanna og grefur upp nær ársgamla yfirlýsingu frá Apple um „persónuvernd“.  „Til að Apple geti boðið hágæða vörur og þjónustu til viðskiptavina sinna, þá verður fyrirtækið að hafa aðgang að umfangsmiklum upplýsingum um staðsetningu notenda.“

Apple: We ‘must have’ comprehensive user location data on you
http://www.ibtimes.com/articles/137432/20110423/apple-we-must-have-comprehensive-user-location-data-on-you.htm#ixzz1KWuqpWqF

22. apríl – Business Insider ritið er hneykslað á sinnuleysi fólks, skrifar frétt með fyrirsögninni:

ÞAÐ ER OPINBERT: Apple hefur heilaþvegið allt landið – eða hvernig er annars hægt að skýra hversu rólega fólk tekur fréttum um leynilega skráningu Apple á ferðum notenda sinna?

iPhone síminn þinn hefur skráð með leynilegum hætti allar þínar ferðir í mörg ár.  Lesið það aftur.  iPhone síminn þinn hefur skráð með leynilegum hætti allar þínar ferðir í mörg ár!

Það er rétt, Apple setti þessa virkni viljandi í símann þinn og faldi hana.  Með því gerir Apple hverjum sem kemst í skrána kleyft að sjá allar þínar ferðir.

Það er algerlega svívirðilegt!

http://www.businessinsider.com/apple-secret-location-tracking-2011-4