Svikarar í Bretlandi


Minnismerki um uppgjafahermenn í Oregon, CC Tracy Vierra

Það var hægt að heyra saumnál detta þegar sjóliðsforinginn Brian Gerrish lagði spilin á borðið á fundi breskra uppgjafarhermanna, en ljóst er að landsmenn hafa verið sviknir af gráðugri, ógeðfeldri og sviksamri stétt stjórnmálamanna.

Margt er líkt með skyldum, eða er þetta ekki kunnuglegt?

Gerrish var Lieutenant Commander

Bretar, jafnt sem Írar, Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og aðrir óbreyttir borgarar hinna ýmsu þjóðríkja eru smám saman að átta sig.  Baráttan er ekki milli þjóðanna, eða milli vinstri og hægri stjórnmálaafla.  Hún er milli fólksins og spilltra stjórnvalda.

Ungir sem aldnir voru lostnir vegna þeirra gagna sem fram komu.  Sumir þessara manna hafa misst vini og félaga sem skotnir voru eða sprengdir í tætlur þegar þeir voru við skyldustörf við það sem þeir töldu vera að verja bresku þjóðina.  Nú vita þeir hið rétta og þeim er ekki skemmt.

Þeir vita nú hverjir svikararnir eru, og nú vita svikararnir einnig að það er orðið kunnugt.

Landið er á barmi algers hruns, en með aðstoð manna eins og þessara að baki okkur, þá mun okkur takast að bjarga Bretlandi.

Gerrish sjóliðsforingi sagði: „Þetta er mjög áþreifanlegt, þetta lið eru illmenni, mjög hættulegir menn!  Fjölskyldur YKKAR munu þjást, ykkar börn og barnabörn.“

Talsmaður uppgjafahermanna sór eið: „Við munum ekki standa hjá og láta eyðileggja föðurlandið innanfrá.  Allir þessir menn hafa barist fyrir landið sitt.  Þeir munu berjast á ný!“

Svo virðist sem einhverjir fundargestir hafi verið hindraðir í að komast á fundarstaðinn, bifreið þeirra gerð upptæk af lögreglu og þeir skildir eftir á víðavangi.  Því eru stjórnvöld að skipta sér af fundi þessara uppgjafahermanna? 

Þau eru, og geta líka verið mjög áhyggjufull.

Fundurinn var í gær, frekari frétta af efni hans er beðið.  En við Kryppumenn getum svo sem giskað á efnið.  Saddam hafði engin gjöreyðingarvopn og tengdist ekki bin Laden né atburðunum 11. september 2001.  Í Afganistan er NATÓ að vernda ræktun á valmúa og kostar baráttu Talibana til að réttlæta áframhaldandi hersetu.  Sama er að segja um Írak, þar var svörtum hersveitum (ekki á hörund, heldur ‘black budget’, í leyniaðgerðum, sérsveitir) , einmitt frá Bretlandi, beitt til að espa landsmenn upp, þeir óku dulbúnir í arabaklæðum um og skutu á fólk af handahófi.  Einhverjir náðust, en krafist var framsals á þeim og þegar ekki var oðið við því, þá fór herinn bara í fangelsið og náði í fantana.  Að auki eru útjgöld ríkis til félagslegra mála skorin niður í Bretlandi sem víðar svo hægt sé að greiða vexti á uppdkiktaðar skuldir við alþjóðlegu bankamafíuna.

Slökkvið á RÚV, kjósið NEI við Icesave.  Það er ekkert að treysta á stjórnvöld og þeirra leigupenna. 

http://www.sovereignindependent.com/?p=14832

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s