Merkel illa marin í Hamborg


Mynd CC akante1776

Kristilega Samfylkingin, flokkur Angelu Merkel, fékk hrottalega útreið í lykilkosningum í Hamborg.

Í ár er svokallað súperlýðræðisár í Þýskalandi og í fyrstu kosningum af sjö sem teljast mikilvægastar í að ákvarða völd í landinu, þá fær Kristilega Samfylkingin skelfilega útreið í sjálfu vígi Angelu Merkel, Hamborg.

Eins og austfirðingar snúast gegn Steingrími, þegar hann snýst gegn vilja flokksmanna, þá eru Þjóðverjar nú að snúast gegn Merkel og Kristilegu Samfylkingunni vegna stuðnings flokksins og Merkel við þýsku útgáfuna af Icesave.

Þjóðverjar eru langt frá því sáttir við að setja Icesave klafa á börnin sín með því að dæla auðæfum þýskaldans, sem þeir hafa safnað með varfærni og vinnusemi, í aðrar Evruþjóðir þar sem spilling grasserar í stjórnkerfi og afslappaðri lífstíll hentar fólki betur, eins og til dæmis í Grikklandi.

Þetta sýnir glöggt að mynt sem spannar ólík lönd og ólíka menningu er ekki sterkari fyrir vikið, hún getur ekki endurspeglað hagkerfið með eðlilegum hætti. 

Flokkurinn fékk 21,9% atkvæða í kosningunum, en hafði áður 48,3% fylgi.  Þetta er versta útreið flokksins í þessari annari stærstu borg landsins frá stríðslokum.

Angela Merkel’s party crushed in Hamburg poll

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s