Lýðræðisbyltingin nær til Íraks


Al-Maliki forsætisráðherra Íraks, CC Foreign and Commonwealth Office

Minnst fórir voru drepnir og tylftir særðust þegar öryggislögreglan skaut á tugþúsundir mótmælenda sem streymdu út á götur tíu borga í Írak.

Mótmælendur lögðu eld að byggingum, réðust inn í stjórnarbyggingar og rifu niður steypuveggi.

Írösk stjórnvöld höfðu þó gengið langt í að koma í veg fyrir mótmælin.  Þau höfðu takmarkað umferð til Baghdad þannig að 6 milljónir íbúa hennar komust ekki til borgarinnar.

Tíu þúsund manns kröfðust afsagnar héraðsstjórans í Barsa og höfðu ávöxt erfiðisins.  Stjórinn fékk símtal frá forsetanum og var beðinn að víkja.

Írak er lýðræðisland, en ástandið þar er kannski lítið betra en í löndum sem stýrt er af harðstjórum.  Er betra að vera pyndaður af fröken England í Abu Ghraib heldur en mönnum Súleimanns í Egyptalandi?  Er betra að missa son fyrir byssukúlum öryggisfanta Íraks, heldur en fyrir vélbyssuhríð frá málaliða Gaddafis sem aka um í Landkrúserum og skjóta á allt sem hreyfist í Trípólí?

Mótmælendur í Írak vilja betri þjónustu ríkisins og niðurskurð á spillingu og óstjórn.  Þar, eins og hér, er ríkisstjórnin leppur annarra og annarlegra afla og fólkið skynjar það, það hefur sín Icesave mál að berjast gegn.

Forsetinn vill auðvitað slemba mótmælendum í flokk með Saddanistum og al Qaeda hryðjuverkamönnum.  Þá er svo auðvelt að skjóta þá og berja niður leiðindi.  Hann hvatti fólk til að safnast ekki saman, en lofaði jafnframt og laug að hann myndi ekki leggja stein í götu lýðræðislegra mótmæla.

Iraq Protests: Violence Clashes Between Demonstrators and Security Forces

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s