Snjóruðningsreiði


Mynd CC ww3billard

Hver kannast ekki við það að þurfa að moka bílinn sinn út úr 70 sentimetra ruðningi af þjöppuðum snjó eftir að gatan hefur verið mokuð? 

Það er samt frekar nýtt fyrir Bandaríkjamönnum, sem hitnar í hamsi þegar önnum kafnir snjóruðningsmenn æða áfram á plógum sínum og um leið og þeir ryðja göturnar, ryðja snjóbökkum fyrir bíla og innkeyrslur.

Foxfréttir kalla það „snjóruðningsreiði“.

Maður Nancy Snyder vinnur hjá bænum í New Jersey.  Hún segir hann hafa orðið fyrir árás frá reiðum íbúa sem var vopnaður saltfötu.

„Hann sá eldrautt andlit.  Hann sér reiðina sjóða.  Hann sér fötu veifað.  Hann heyrir, renndu niður glugganum, eða ég ber þig með fötunni í andlitið.  Og .. búmm!“

Hún segir mann sinn hafa sloppið við fötuna, en hliðarrúðan brotnaði og hurðin á snjóplógnum er beygluð.

Þarna er þó dæmi um eitt svið sem við höfum meiri þroska á heldur en útlendingarnir.  Eða verða Bandaríkjamenn kannski að ganga í ESB til að skilja hnattrænu hlýnunina betur, eins og við verðum að ganga í það fúla bandalag til að fá betra stjórnkerfi og menningu?

http://www.myfoxny.com/dpp/news/local_news/new_jersey/endless-storms-causing-snow-rage-20110130

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s