Mútuðu eftirlitinu með kúlulánum


Mynd CC aflcio

Rannsókn á innanbúðarráni eins stærsta banka Afganinstans hefur leitt í ljós að komist var hjá inngripum eftirlitsaðila og valdsmanna með leynilegum lánum, og stundum hreinum mútum til afganskra embættismanna.

Sumir þeirra sem nú eru taldir hafa hirt fé Kabúlbanka voru þar til fyrir skömmu síðan meðal fámenns kjarna uppáhaldsleppa bandarískra og evrópskra embættismanna sem ætlað var það hlutverk að koma á endurbótum og hreinsa upp spillingu sem hefur grafið undan forsetaleppnum, auk þess að fóðra stuðning við Talibana.

Kabúlbanki fór næstum á hausinn í september þegar gert var áhlaup á bankann í kjölfar frétta um að tveir toppmenn hafi verið reknir af seðlabankanum vegna ásakana um fjármálaóreiðu.

Tjón Kabúlbanka vegna ástarbréfa starfsmanna til sjálfra sín og spilltra valdstjórnarjálka nemur 800 til 1000 milljónum bandaríkjadala, segir fulltrúi úr seðlabankanum.

Bróðir leppforsetans, Mahmood Karzai, virðist hafa verslað einhverjar villur í Dúbæ og djammað þar af krafti ásamt flottum fulltrúum stjórnmálaelítunnar, en í stuttu símaviðtali við Wall Street Jorunal vísaði hann öllum sökum á bug, en benti á fyrrum foringja bankans, Sherkhan Farnood, heimsþekktan pókerspilara.

Sem sé, kunnugleg saga, banki rændur innanfrá, enginn beint ábyrgur, en margir hafa fengið peninga sem þeir skulda í raun ekki lengur, þó þeir hafi aldrei borgað. 

Það er spurning hvort Kabúlbanki hafi séð um innheimtu og sent út greiðsluseðla til afganskra bænda, vegna skulda þeirra við Talibana, en það rugl allt saman er útskýrt í kryppugrein frá síðasta ári:

Ópíumrækt undir vernd Nató

Afghan Officials Shielded Bank From Scrutiny

Ein athugasemd við “Mútuðu eftirlitinu með kúlulánum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s