Við erum ekki öll geðveik

Ótrúlegur fjöldi fólks er að taka einhverja tegund geðlyfja.  Ef þú ferð til geðlæknis, þá er nánast örugglega hægt að greina þig með einvherja tegund geðveiki og við þeim öllum eiga lyfjafyrirtækin einhverjar lausnir í töfluformi.

Ertu feimin(n)?  Nei, því nú heitir það félagsleg kvíðaröskun (social anxiety disorder).  Varstu að missa ástvin?  Þá þjáist þú af stórtækri geðdældarröskun (Major Depressive Disorder).  Ertu með heimþrá?  Nú þá þjáist þú af kvíðaröskun vegna aðskilnaðar (Separation Anxiety Disorder).  Grunar þig ríkið um græsku, kirkjuna um að véla sóknarbörnin eða makann um að halda framhjá?  Þá þjáist þú af vænisýkisröskun á persónuleika (Paranoid Personality Disorder).  Ertu stundum í góðu skapi en stundum leiður?  Það er varla eðlilegt, þú ert með tvípólaröskun (Bipolar Disorder).  Er auðvelt að trufla þig?  ADHD.

Það er því nánast ómögulegt fyrir nokkurn mann að fara í tíma til geðlæknis og sleppa við greiningu.  Greining leiðir af sér geðlyf.

Sláandi upplýsingar um vel smurða gróðamaskínu lyfjaframleiðenda.

Mjög flott, stutt myndband á ensku er aðgengilegt frá þessum tengli.  Því miður get ég ekki sett það beint hér inn, en mæli með því að skoða myndbandið og annað efni á síðu borgaranefndar um mannréttindi.

http://www.cchr.org/videos/marketing-of-madness.html

8 athugasemdir við “Við erum ekki öll geðveik

 1. Mér finnst þetta sem þú segir vera algert rugl. Yfirleitt er reynt að komast af með eins litla lyfjagjöf og hægt er, við geðsjúkdómum, og mjög oft er fólki vísað á sálfræðimeðferð, t.d. hugræna atferlismeðferð. Major Depressive Disorder heitir Djúp geðlægð, á íslensku. Átt er við þunglyndi sem sjúklingar veikjast aftur og aftur af. Þess vegna er þetta stundum kallað Endurtekin djúp geðlægð.

  Fyrir mig, sem hef glímt við þunglyndi árum saman og er nú orðin öryrki af völdum þessa sjúkdóms, eru færslur á borð við þessa hreinasta mógðun. Viltu ekki heldur snúa þér að því að blogga um sykursýki? Og slá fram nokkrum fullyrðingum af vanþekkingu um þann sjúkdóm, alveg eins og þú varst að gera með geðsjúkdóma?

 2. Gaman að þú skulir minnast á sykursýki, en ein af röksemdunum í myndbandinu, sem þú horfðir sennilega ekki á, er að geðlyf séu ekki sambærileg við lyf eins og sýklalyf og sérstaklega insulin, því þau lyf er hægt að mæla áhrifin með vísindalegum aðferðum, en áhrif geðlyfja er aðeins hægt að ‘meta’.

  Ég vona að það sé rétt hjá þér að leitast sé við að nota allra minnstu skammta sem gagnast, en það er eitt stærsta atriðið sem bandarískt heilbrigðiskerfi er gagnrýnt fyrir, að læknar ávísa oft ‘ráðlögðum’ skammti, sem er oft allt of stór fyrir sjúklinga.

  Takk fyrir hjálp við þýðingu á djúpri geðlægð og í guðana bænum hættu að taka allt sem sagt er persónulega, ég þekki þig ekkert og er ekkert að tala um þig.

  Að banna fólki að tjá sig, eða vísa í það sem aðrir segja, vegna þess að einhverjum kunni að sárna eitt eða annað, er bara sjúkt, sjúkt fyrir málfrelsið, sjúkt fyrir lýðræðið, sjúkt fyrir þjóðfélagið. Gangi þér vel.

 3. Ég er ekkert sérlega viðkvæm. En það pirrar mig oft hve allskonar illa upplýst fólk er tilbúið að tjá sig um geðsjúkdóma – það er eins og sé einhvers konar veiðileyfi á þá sjúkdóma. Ég minnist þess ekki að hafa séð jafnmörg blogg, sleggjudóma og staðhæfingar út í loftið um t.d. hjartasjúkdóma.

  Líkingin við sykursýki er oft notuð vegna þess að skorti á insúlíni má líkja við skorti á boðefnum í heila. Slíkur skortur hefur reyndar verið mældur „með vísindalegum aðferðum“, þ.e. með nýjustu aðferðum í heilaskönnun.

  Auðvitað tek ég ekki til mín ruglingslega umfjöllun um efni sem höfundurinn hefur greinilega ekki lágmarksþekkingu á. En ég má auðvitað tjá mig um hana eins og hver annar – við erum væntanlega sammála um tjáningarfrelsi.

  Nei, ég horfði ekki á amríska myndbandsbútinn – datt það ekki í hug eftir að hafa lesið bloggfærsluna.

  P.s. Takk fyrir linkinn í siðblindu-færslu-flokkinn 😉

 4. Þá fellur þú Harpa, í þá gryfju sem þú ætlar mér, að tjá þig um það sem þú þekkir ekki.

  Finnst þér ómögulegt að lyfjarisar beiti markaðssetningu til að selja meira af geðlyfjum en þörf er á? Alveg burtséð frá því hvort þau gagnist einvherjum, til dæmis þér? Er ekkert til í heiminum, nema það snerti þig?

  Annars vil ég ekki eyða tíma í svona þras, ég svara þér bara af því mér líkaði umfjöllun þín um siðblindu. Vafalaust eru einhverjir sem eru ósáttir við hana. Sumir siðblindingjar til dæmis. Máttu þá ekki skrifa um siðblindu? Auðvitað máttu það, og ég hef til dæmis séð hvernig einhverjir elta þig í kommentum um atriði sem þeir eru þér ekki sammála um. Það finnst mér jafn kjánalegt og þessi komment þín.

 5. Jamm, ást á peningum er sannarlega rót alls ílls, þó það megi eflaust kryfja það lengra.
  Hvað ætli að sé akademíska heitið á stjórnsýki?

 6. Ég hætti að taka prozac-ið fyrir nokkrum árum vegna óþægilegra aukaverkana.
  Sé ekki eftir þeirri ákvörðun eitt einasta augnablik sem eftir lifir.
  Komst nefninlega að því að greiningin var kolröng!

 7. svo satt, svo lætur fólk rugla svo auðveldlega í hausnum á sér, ég veit því miður um svö mörg dæmi að fólk sem ég þekki er búið að fokka up for life útaf lyfjum af því það er sagt af geðlæknum jafnvel foreldrum sínum að það er veikt í hausnum, af því það hagar sér öðruvísi? það getur enginn læknir eða neinn sagt fólki að það sé geðveikt, en því miður þá hlustar fólk oft á það og trúir því…. það verða allir down eða þunglyndir ( eins og fólk vill kalla það) inná milli það er bara eðlilegt, en það er ekki eins og þú sért eikkað veikur og þarft að taka inn eikkað helvítis eitur sem lyfjafyritækin gerðu bara tils að hjálpa þér, common sense fólk, farið nú að vakna til lífsins.
  svo sér marr hvað sumir fara í vörn hérna maður þekkir það nú þegar maður hefur sagt fólki að það sé kjaftæði að vera á lyfjum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s