Ný gereyðingartækni Rússa


Rússneskur ferðavagn, Topol gerð - Mynd CC Vitaliy Ragulin

Rússar hafa þróað kjarnaodd sem á að komast í gegn um allar geimvarnir og eldflaugavarnir sem til eru í dag og einnig þær sem eru á teikniborðinu.

Yury Solomonov, aðalhönnuður hjá Hitaverkfræðistofnun Moskvu, segir kerfið einstakt og að það hafi verið prófað og staðist þau próf með ágætum í fyrra.

Ólíkt fyrri langdrægum flugskeytum, þá byggir þessi tækni á því að í frekar lítilli hæð á leið á sporbaug klýfur oddurinn sig í marga smærri en gereyðandi flísar með lítilsháttar eldsneyti til að klára ferð sína upp í skotfæri geimvopnanna, en svo getur þeim ringt yfir skotmörk í mun meiri fjarlægð frá hvert öðru heldur en fyrri fjöloddaflaugar gátu þjónað.

Þetta kerfi þarf því ekki að nota stóra flaug til að komast alla leið upp, en stóra flaugin er einmitt svo hentugt skotmark.  Nú fær knippi af smárakettum með gereyðingarmætti far með stórri eldflaug hálfa leið, en svo fljúga þær af stað sjálfar, eins og nornasvarmur frá helvíti, mörg lítil skotmörk í stað eins stórs.

Yuri sagði að fyrir 30 árum hefði slíkt kerfi verið skoðað, en ýtt út af teikniborðinu sem vísindaskáldskap.

Þessi nýja tækni ætti að stöðva alla drauma Brzezinski, brúðumeistara Óbama, og félaga um að króa Rússland inni með gagneldflaugakerfum í nágrannaríkjunum, og gæti því, þrátt fyrir óþverralegt eðli þessara vopna, aukið stöðugleika í heimi þar sem Bandaríkin og leppar þeirra stefna fullu stími á alríkisstjórn á heimsvísu.

Verkfræðingar hafa nóg að gera næstu árin við að uppfæra gömlu flaugarnar með þessari nýju tækni, og prófa þær.

Færðu inn athugasemd