Gátu haldið Icesave fólki í 28 daga

Bresk stjórnvöld lýstu því yfir á miðvikudag að þau myndu vinda ofan af sumum af andstyggilegustu og óvinsælustu and-hryðjuverkalögum sínum, sem sett voru í kjölfar atburðanna 11. september 2001.

Fréttasíðan Raw Story fjallar um þau úrræði sem bresk stjórnvöld hafa til að berjast við almenning, og það án þess að lýsa það hryðjuverkafólk, eins og það gerði við Landsbankann.

Það mátti halda fólki án dóms og laga í 28 daga, því er nú breytt í 14 daga.  Fréttasíðan heldur því ranglega fram að í Bandaríkjunum sé réttur borgara meiri, því þar megi bara halda fólki án ákæru í 7 daga.  Hið rétta er að þar má lýsa hvern sem er „óvinveittan vígamann“, senda hann í leynifangelsi án þess að láta aðstandendur vita, og halda honum þar án dóms og laga og án nokkurra tímamarka.

Það mátti njósna um fólk vegna minni háttar yfirsjóna, svo sem að þrífa ekki nógu vel upp eftir gæludýr eða missa mat eða rusl á jörðina.  Það má enn, en hefur eitthvað verið takmarkað.

Úrræði sem nefndist „valdsvipting“ (control order) var fellt niður, en annað með sama vald yfir þeim óheppnu borgurum sem verða fyrir því var tekið upp í staðinn.  Það nýja heitir „úrræði til rannsókna og hindrunar hryðjuverka“.  Í báðum tilfellum þarf borgarinn að bera gps-armband, má ekki nota internet, nema heima hjá sér, þar sem ríkið sér fyrir sótthreinsuðum netaðgangi, og þarf að virða útgöngubann eða vera í stofufangelsi heima hjá sér 10 tíma á dag, en það var ‘mildað’ úr 16 tímum í gömlu „valdsviptingunni.“  Þessu úrræði má þó „bara“ beita í tvö ár, en þá verður ríkið annaðhvort að ákæra, eða aflétta okinu. 

Forseti breska mannréttindafélagsins Frelsi, Shami Chakrabarti, sagði við þetta tækifæri: „Eins og áður verður hinum saklausu refsað án réttlátrar málsmeðferðar og hinir seku komast undan valdstjórninni.“ 

Þar á hún væntanlega við þá hefð alræðisríkja, að þau setja lög um allt og ekkert, en framfylgja svo lögunum af geðþótta.  Þannig eru almennir borgara sviptir öllu frelsi og geta hvenær sem er sætt fangelsun eða eignasviptingu fyrir litlar eða engar sakir, meðan valdaklíkan, yfirstéttin og þeir sem hún hefur velþóknun á, geta gert það sem þeim sýnist.

Þannig má skoða hrun Landsbankans og setningu hryðjuverkalaga á hann í þessu ljósi.  Ef yfirvöld vilja ofsækja andófsmenn eða bara einhverja sem þeim mislíkar, þá gátu þeir fangelsað þá í 28 daga (nú 14), njósnað um þá af krafti og sett í stofufangelsi í 2 ár, áður en þeir þurfa að ákæra fyrir nokkurn skapaðan hlut.

Voru einhverjir starfsmenn Landsbankans í Bretlandi beittir þessum úrræðum?  Ekki svo mér sé kunnugt.  Samt halda stjórnvöld (okkar og þeirra) því fram að Icesave og Landsbankinn hafi verið við það að steypa Bretlandi í fjárhagslega glötun.  Ef þessir starfsmenn voru að millifæra Icesave fjármuni út um allar trissur, þá hefði verið hægur leikur fyrir bresk stjórnvöld að rannsaka það strax og án þess að venjuleg lög og reglur flækist fyrir – þeir voru jú búnir að vekja upp hryðjuverkalöggjöfina.

Hvar eru svo helstu Icesave hugsuðirnir, kúlulánþegarnir og millifærsluþrjótarnir, sem á síðustu dögum Icesave ævintýrsins áttu að vera að millifæra Bretland til baka á steinöld?

Þeir eru bara hvar sem þeim sýnist, allstaðar velkomnir, sumir í svipaðri stöðu njóta meira að segja þeirra forréttinda að alþjóðlegar handtökuskipanir á þá eru hunsaðar, í skjóli í Bretlandi.

Enn og aftur sýnir það sig, að hryðjuverkalöggjöfin er skrifuð gegn almenningi.  Almenningi í Bretlandi, almenningi á Íslandi, eða hverjir eru það sem eiga að borga allt Icesave ruglið?  Almenningur í Bandaríkjunum er engu betur settur.  Allur hinn vestræni heimur rambar á barmi alræðisins.

http://www.rawstory.com/rs/2011/01/britain-rolls-unpopular-post911-security-restrictions/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s