Tindátabyssur komnar á bannlistann

Flugvallaryfirvöldum tókst að gera nýja ógn óvirka þegar ferðalangur á leið heim úr fríi var stöðvaður með vopnaðann tindáta.

Ken Lloyd hafði keypt sér forláta tindáta með eftirlíkingu af flottum árásarriffli, en riffillinn var úr plasti og 3ja tommu langur.  Málaður var hann samt rosalega raunverulegur og myndi tendra hugmyndaflug 9 ára drengja, þegar þeir steypa sér í draumaheiminn og láta tindátann berjast við ‘vondu kallana’ og bjarga deginum.

Flugvallaryfirvöld voru afar skilningsrík á furðu ferðalanganna, en „byssa er byssa“, og Lloyd varð að slíta byssuna af tindátanum og senda sjálfum sér í pósti.

Erum við ekki fegin að þessir snillingar vaki yfir öryggi okkar?  Með því að niðurlægja okkur og brjóta á okkur með sífellt fáránlegri hætti?

Skoðið myndir af þessari nýju ógn hjá Mail Online.

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1351037/Airport-bans-toy-soldiers-inch-rifle-plane–safety-threat.html

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s