Ríkisfautar og fleira

Lesendur gestir á vesfíðu Kryppunnar taka þátt í hálfgeggjuðum skoðanakönnunum um hitt og þetta.

Hver eða hverjir eru ríkisfautar ársins 2010, spurðum við lesendur.

Icesave kvislingarnir, Steingrímur og Jóhanna eru vinsælustu kostirnir, en Halldór Ásgríms og Ragna Forvirka kom næst, meðan Dómskerfið og RÚV eru síst nefnd sem ríkisfautar ársins.  Til hamingju, Icesave Kvislingar.

Við spurðum lesendur einnig hvort fíkniefnið krakk væri meira aðlaðandi ef það væri rándýrt og hægt að láta ríkið borga það.  Það er auðvitað vísun í Gardasil svindlið, en þar kostar bólusetningarherferðin (þeir segja þrjár sprautur nauðsynlegar) um hundrað þúsund kall, en ríkið hefur grafið upp peninga til að kosta bólusetningu á öllum 12 ára stúlkum.  Lesendur ER spjallsíðunnar, sem eru mikið til konur á barneignaaldri, virtust einmitt falla svolítið fyrir „snobb-áhrifunum“, það er að segja, finnast það meira aðlaðandi að fá svona dýrt bóluefni ókeypis fyrir dætur sínar.

En eins og krakk, þá er Gardasil ekki beint gott fyrir fórnarlömbin, sama hvað það kostar mikið eða lítið.

Lesendur Kryppu eru auðvitað betur upplýstir en fólk almennt, þannig að ekki kemur á óvart að tæp 60% telja það ekki gera mikið fyrir aðdráttarafl krakks, þó það væri dýrt en ávísað af ríkinu, en um 40% fannst það þó seiðandi tilhugsun. 

Þegar kom að jólunum, þá töldu 42% jólin vera heiðna hátíð en 36% sögðu hana kristna.  15% voru á pólitískt rétthugsandi línunni og sögðu jólin vera „vetrarhlé“, en aðeins 5% sáu jólin sem satanísk.

Kreppan er varla byrjuð, að mati 61% lesenda.  11% segja hana að baki, en 27% segja kreppuna ímyndaða.

Hvað er Amflóra spurðum við, og aðeins 10% vissu að það er nafn á erfðabreyttum kartöflum, sjá http://kryppa.com/esb-i-prof/.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s