Vilja skoða túrtappana

Steve Watson skrifar á Prisonplanet.com, 25.10.2010

Konur á túr athugið – ef þið ætlið að fljúga, þá eru buxnainnleggin nú talin grunsamleg, því þau gætu jú verið sprengjur.

Nýjustu klikk-aðgerðir TSA svara spurningum sem vöknuðu í síðustu viku, þegar í ljós kom að nektarskimarnir sýni buxnainnlegg.

Joe Sharkey hjá New York Times skrifaði á mánudag um fjölmargar fyrirspurnir sem hann hefur fengið frá kvenkyns vildarvinum flugfélaganna.

„Geta tækin, til að mynda, greint buxnainnlegg?“ spurði kona nokkur.  „Já,“ svaraði Sharkey.

„Kallar slík greining á líkamsleit?  TSA gat ekki svarað því.  Öryggisstarfsmenn, segir stofnunin, eiga að beita eigin dómgreind varðandi það,“ segir í greininni.

„Og hvað með túrtappa?“ spyr bloggsíðan Friðarnet femínista.  „Þeir eru ekki ósvipaðir dínamíttúbu.  Verðum við beðnar að kippa þeim út, svo þeir geti kannað þá?“

Svarið virðist vera já, ef marka má skriflegan vitnisburð konu nokkurar.

Viðskiptavinkona vinsællar kvenheilsubúllu, Gladrags, deildi reynslu sinni af TSA með tölvupósti.

Í stuttu máli sagðist hún hafa verið beðin um að ganga í gegn um geislavirkann nektarskima, og hún hlýddi því.  Skiminn gerði nektarmynd af henni, en af því að buxnainnleggið var fyrir og skyggði á hennar dularfyllsta og persónulegasta líkamshluta, þá kölluðu TSA öryggisverðir hana til hliðar, svo þeir gætu þreifað á klofi hennar.  Ekki nokkuð sem fólk óskar sér almennt, og hvað þá ef það er fórnarlamb kynferðisglæpa.

Hér er tölvuskeyti hennar:

Þessi póstur verður ekki eins fágaður og þeir sem ég sendi venjulega frá mér, en ég er í uppnámi og ég vil ekki að það sem henti mig, hendi nokkra aðra (ef ég get komið í veg fyrir það).

Ég ferðaðist nýlega með flugi og þurfti að fara í nýja skimatækið.  „Ekkert mál,“ hugsaði ég.  Ég var í gallabuxum og lín hlýrabol, brjóstahaldi, nærjum og í þeim var dálítið buxnainnlegg í felulitum.

Ég fylgi alltaf reglunum, svo ég lendi aldrei í vandræðum á flugvöllum.  En ekki í þetta skipti.  Ég var stöðvuð og mér haldið í 15 mínútur, meðan þeir reyndu að finna kvenyfirmann.  Ég fékk ekki farangurinn minn, yfirhöfn né skó, og varð bara að standa undir vökulum augum TSA starfsmanns.

Málið snýst ekki um að TSA fulltrúarnir séu illir, þeir voru bara að sinna störfum sínum, þeir voru eins nærgætnir og þeir gátu verið, bla bla.  En það sem gerðist að lokum, er að ég varð að gangast undir svo nærgöngula líkamsleit, að ég brast í grát og þurfti að endurlifa minningar sem ég hélt að ég hefði gert upp fyrir mörgum árum, frá fyrri kynferðisárásum.

Hvers vegna?

Vegna buxnainnleggja minna úr flónel.  Þessir nýju skimar eru svo skelfilegir, að ef þú gengur í einhverju óvenjulegu (eins og tuskubút í nærbuxunum), þá verður þú tekin og kona þarf með endurteknum hætti að skoða á þér klofið meðan önnur kona fylgist með (tvær í mínu tilfelli – þær voru að þjálfa nýja stúlku – frábært).

Svo í öllum bænum, látið konurnar ekki nota buxnainnlegg þegar þær fljúga (ég var ekki einu sinni með dömubindi).  Ég er sterk kona með sjálfstraustið í lagi.  Ég gengdi herþjónustu (sem skýrir hvers vegna mér þykja buxnainnlegg í felulitum svo sniðug).  Ég er í fullri vinnu og auk þess í framhaldsnámi.  Ég á frábærann eiginmann og ég læt engann vaða yfir mig.  Ég geri ekki mikið úr hlutunum og ýki ekki .  Ég er að reyna að skýra hvers konar manneskja ég er, svo að þú haldir ekki að ég sé að þessu af athyglissýki, eða sé undir áhrifum hópeflis gegn TSA, vegna nýlegs átaks gegn verkferlum þeirra.

Ég vil bara ekki að önnur kona þurfi að ganga í gegn um þessa „líkamsleit“ vegna þess að hún hafi ekki vitað að innleggið hennar myndi teljast ógna öryggi heimalandsins.

Þetta má flokka sem enn eina niðurlægingarathöfn TSA á okkur, undir því yfirskini að vernda okkur gegn hryðjuverkamönnum, með því að neyða konur til að fjarlægja buxnainnlegg sín og gangast undir káf á klofsvæðinu á opinberum vettvangi.

Hvenær lýkur þessari geðveiki?

http://www.prisonplanet.com/sanitary-towel-prompts-tsa-to-grope-sexual-assault-victim.html

Mynd (C) M. Prophet Photography

Ein athugasemd við “Vilja skoða túrtappana

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s