5 aðferðir til að forðast erfðabreytt

Frá NaturalNews

Er þér sama hvort maturinn er úr erfðabreyttu hráefni eða ekki?  Vissir þú að meira en tveir þriðju hlutar allra unninna vara hafa innihaldsefni sem eru erfðabreytt?  Það sem meira er, ekkert þessara innihaldsefna er sérstaklega merkt sem erfðabreytt hráefni.  Það eru aftur á móti til fimm einfaldar aðferðir til að forðast þúsundir erfðabreyttra vara í hillum stórmarkaða.

Athugið: Þessi grein miðast við umhverfið eins og það er í Bandaríkjunum og Kanada, en það er ekki svo frábrugðið ástandinu hér.  Þó að reglur um merkingar erfðabreyttar vöru séu í burðarliðnum hér á landi, þá gætum við þurft að bíða allt að tveimur árum í viðbót, meðan framleiðendur fá „aðlögunartíma“.

#1 Kaupið vörur sem eru vottaðar lífrænt ræktaðar

Kaupið vörur sem eru merktar með vottun frá USDA, eða öðrum viðurkenndum vottunaraðilum, svo sem TÚNi á Íslandi, um að þær séu lífrænt ræktaðar.  Slíkar vörur fá aðeins vottun ef innihaldið er að minnsta kosti 95% úr lífrænt ræktuðu hráefni.  Þau 5% sem ekki þurfa að vera lífrænt rætkuð mega þó ekki vera úr erfðabreyttum lífverum.  Þó þessar reglur kunni að breytast í framtíðinni, þá geta neytendur verið nokkuð öruggir um að þessar vörur innihaldi ekki erfðabreyttar lífverur eins og er.

#2 Verslið frá framleiðendum í héraðinu

Kaupið mat af bændamörkuðum sem ræktaður er af fólki í héraðinu.  Eins og er miðast erfðabreytt tækni við þarfir „verksmiðjubúa“, sem oftast eru rekin af auðhringjunum.  Afurðir frá fjölskyldum og smáum ræktendum eru að jafnaði lausar við erfðabreyttar lífverur.

Að auki styður þú við efnahagslíf nærsamfélagsins og nágranna þinna sem stunda landbúnað.

#3 Leitið að vörum sem merktar eru óerfðabreyttar

Verslið vörur sem eru merktar lausar við erfðabreytt hráefni.  Þar á meðal kjötvörur, mjólkurvörur og fuglakjöt.  Algengt er að búfénaður sé alinn á fóðri úr erfðabreyttu hráefni, eða sprautað með vaxtarhormónum.

#4 Varist áhættuinnihaldsefnin

Varist vörur sem innihalda eftirtalin efni eða afleiður þeirra: Maís (corn), soyjabaunir, canóla og bómullarfræ (cottonseed).  Þessar fjórar jurtir eru mest ræktuðu erfðabreyttu lífverurnar.  Það getur verið sérstaklega erfitt að forðast olíur með erfðabreyttum innihaldsefnum, því flestar eru þær blöndur af olíu bómullarfræja eða canola.  Þær eru nánast örugglega með erfðabreytt hráefni, nema þær séu sérstaklega merktar sem lausar við erfðabreytt hráefni.

#5 Nýtið ykkur verslunarstoð samtaka gegn erfðabreyttum vörum

Sækið og notið ókeypis bækling samtakanna Center for Food Safety. Hægt er að prenta hann út á venjulegan A4 pappír, eða sækja hann í iPhone síma.  Ritið inniheldur lista yfir vörur sem eru sannarlega lausar við erfðabreytt hráefni, auk ráðlegginga um hvernig forðast megi vörur sem mjög sennilega eru framleiddar úr eða innihalda erfðabreyttar lífverur.

Samtökin bjóða upp á vottun þriðja aðila á að vörur séu framleiddar samkvæmt bestu og ströngustu aðferðum sem þekktar eru til að forðast erfðabreyttar lífverur.  Neytendur ættu að heimsækja heimasíðu samtakanna reglulega til að fylgjast með þróun mála.

Séríslenskar aðstæður

Okkar regluverk gerir ráð fyrir að auðhringir og stórfyrirtæki viti best hvað er hollt fyrir okkur, alveg eins og í Bandaríkjunum.  En okkar umhverfi er frábrugðið að því leiti að við flytjum einnig inn vörur í miklu magni frá Evrópu.  Þar gilda reglur um merkingu á erfðabreyttum vörum, þannig að ef varan er framleidd í Evrópu, fyrir Evrópumarkað, þá á að vera nóg að lesa innihaldslýsinguna til að sjá hvort varan innihaldi erfðabreyttar lífverur.

Tilvísanir:

1. Ríkisháskóli Norður Karólínu: Hvað táknar merkingin „Lífrænt ræktað“ í raun og veru?
http://www.ces.ncsu.edu/successfulf…

2. Heilsufarslegir áhættuþættir sem óvart tengjast erfðabreyttum lífverum
http://www.organicconsumers.org/art…

3. Verslunarstoð gegn erfðabreyttum lífverum
http://www.nongmoshoppingguide.com/…

4 Frétt CBS: Að reikna út innihald fæðunnar
http://www.cbsnews.com/stories/2008…

2 athugasemdir við “5 aðferðir til að forðast erfðabreytt

  1. Er ekki átt við maís þegar skrifað er „korn“ í greininni?
    Korn á íslensku merkir kornvörur eins og hveiti og þess háttar.
    Corn á enskunni er það sem við köllum maís.

  2. Takk fyrir innleggið. Ég held að það sé rétt hjá þér, samanber maísstöngulinn sem Dee teiknar í heiðurssæti ádeilumyndar sinnar sem fylgir greininni. Ég breytti þessu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s