Ný Enron svikamylla

Bretland er að leggja rafstrengi yfir til nágrannalanda.  Þessir strengir gera mögulegt að jafna álagspunktum milli kerfa, en einnig að búa til skort og skjóta verðinu upp, eins og við þekkjum frá Enron æfingunum í Kaliforníu.

1. apríl 2011 verður 1 GW strengur til Hollands tekinn í notkun.  Einnig er talað um tvo slíka strengi yfir til Frakklands.  Lang Stærsti Draumurinn (LSD) er svo net slíkra strengja um alla Evrópu, þannig að heildsölumarkaður fyrir rafmagn verði virkari og gagnsæi aukist og verð batni með aukinni samkeppni.

Einmitt!

Rétt eins og við njótum nú ávaxtana af einkavæðingu og markaðsvæðingu Orkuveitu Reykjavíkur og svo í framhaldinu, HS Orku eða Magma, eða hvað þessar vampírur heita.

Nei, ef almannahagsmunir eiga að ráða, þá eiga veiturnar að vera sameign sveitarfélaga eða þjóðarinnar.  Þær á að reka til að veita vatni, rafmagni, hitaveitu og skolpi á kostnaðarverði til og frá fólki.  Engin þolinmæði má vera fyrir hugmyndum um falda skattheimtu í gegn um veiturnar, eða „nýsköpun“ á ótengdum sviðum.  Ef fólkið þarf nýja ljósleiðaraveitu, þá á bara að stofna nýtt batterí um það, ekki nota hitaveitupeninga til að leggja ljósleiðara um allar sveitir.  Eða rækta risarækjur…

Suðurnesjabúar eiga þegar í stað að hefja framkvæmdir við nýja hitaveitu, svo við getum fengið heitt vatn á kostnaðarverði.  Reykvíkingar þurfa að gera eitthvað svipað, en að þessu leiti standa Suðurnesjamenn betur, þeir geta bara ullað framan í Magma og látið þá sprikla við að selja sitt heita vatn og rafmagn til álvera eða annarra auðhringja.

Ef einkarekstur og samkeppni á við í orkugeiranum, þá á hún að einskorðast við aðra aðila í einkarekstri og samkeppni.  Almennir borgarar fara aldrei vel út úr viðskiptum við einokunarfyrirtæki, eða fákeppniskappa sem stunda létta útivist í Öskjuhlíðinni.

http://uk.news.yahoo.com/22/20100824/tts-uk-britned-market-impact-ca02f96.html

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s