Á gelgjuskeiði í vöggunni

Fólk er í uppnámi yfir þessu, og hefur ástæðu til.  Stúlkum á vöggualdri sem hafa fengið formúlumjólk að drekka eru farin að vaxa brjóst!

Samkvæmt Chinese Daily dagblaðinu er mettun kvenhormóna í blóði barnanna jafn mikil og hjá flestum fullorðnum konum.  Þessi börn eru milli fjögurra og 15 mánaða gömul og líkurnar eru yfirgnæfandi að mjólkurformúlunni sé um að kenna.

Framleiðandi formúlunnar segist saklaus og bendir á að mjólkin sem þeir nota sé framleidd af hormónakúm, en Kínverjar eru síst latari en Bandaríkjamenn við að túrbó trekkja kýr sínar með nautslegum vaxtarhormónum til að hámarka framleiðsluna án þess að spá of mikið í áhrif á neytendur.

Er þetta tilviljun sem verður kippt í lag í kvelli?  Það væri einfeldningslegt að halda það.  Neysla unnina matvæla frá auðhringjunum eru öruggasta leiðin til að sigrast á ímynduðu fólksfjölgunarvandamáli heimsins, á eigin kostnað.

En nei, þessu verður ekki kippt í lag, bara dregið úr hormónatúrbóinu þannig að gelgjuskeiðið hefjist aðeins seinna hjá stelpum.  Monsanto, efnaframleiðandinn illræmdi sem færði okkur kúahormónin, aspartam, agent orange og erfðabreyttar fóðurplöntur, svo það helsta sé nefnt, er þegar í baráttugírnum til að tryggja að vörum sem innihalda mjólkurafurðir úr hormónakúm verði ekki „mismunað“ með því til dæmis að merkja vörur sérstaklega sem lausar eru við vaxtarhormónana.

PS: Man einhver eftir melamín málinu?

Female Infants Growing Breasts: Another Disaster From Hormones in Milk Production

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s