Ógnaði Saddam heiminum?

29.7.2010

Ég er alveg harður á því að stríðið hafi verið ólögmætt, segir Dr. Blix, þekktur alþjóðalögmaður og fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar við Chilcot rannsóknarnefndina í London í fyrradag.

Blix staðfesti að Saddam Hussein hefði lagt kjarnorkuáætlun landsins af eftir stríðið 1991, og staðfesti það aftur veturinn 2002, nokkrum mánuðum áður en herlið Bandaríkjamanna og Breta réðst inn í Írak.  Bæði stjórnvöld vissu af þessu.

Blix vitnaði að þegar spæjurum Sameinuðu þjóðanna var hleypt inn í Írak í nóvember 2002 hafi komið í ljós að mikið af þeim njósnum sem bandamenn notuðu til að réttlæta stríð gegn Saddam væru lélegar eða rangar.  En þrátt fyrir það var stefnu árásarþrjótanna í engu breytt.

Eitthvað hefur Tona gamla Blair samt tekist að slá ryki í augu Svíans réttláta, eða þá að hann vill ekki fella bróður sem enn getur svallað, því Blix segist halda að Toni hafi verið „einlægur“.  Hann hafi viljað gera það rétta með Sameinuðu þjóðunum (hahaha), en svo endað sem „fangi“ á amerísku stríðslestinni.

http://www.thefirstpost.co.uk/66424,news-comment,news-politics,was-iraq-leader-saddam-hussein-a-danger-to-the-world-no-says-blix#ixzz0v0ad2aHD

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s