Ameríka topp trúnaðarfólksins

 

Stasi öryggislögreglan í því sem var Austur-Þýskaland hafði um 10% af þjóðinni á launaskrá á sínum dýrðartímum.  En bandaríski öryggisiðnaðurinn er engu umsvifaminni nú, í skugga ímyndaðrar hryðjuverkaógnar.

 Mánudaginn 19. júlí síðastliðinn skartaði The Washington Post stóru verkefni rannsóknarblaðamanna undir fyrirsögninni Top Secret America, með undirfyrirsögninni „Falin heimur í óstjórnlegum vexti.“  Fréttin hefst svona: Háleynileg heimsstjórn sem komið var á laggirnar í kjölfar hryðjuveraárásanna þann 11. september 2001 er orðin svo stór, svo þunglamaleg og svo leynileg að enginn veit hversu miklu fé er varið í hana, hve margir hafa atvinnu af henni, hve mörgum verkefnum hún sinnir eða nákvæmlega hve margar stofnanir vinna sömu vinnuna.

Þetta eru nokkrar af þeim niðurstöðum sem fengust eftir tveggja ára rannsóknarvinnu á vegum Washington Post, en rannsóknin afhjúpaði nýtt landslag í stjórnsýslu Bandaríkjanna, topp trúnaðar Ameríka sem er óopinber og falin og án almennilegrar yfirsýnar.  Eftir níu ára eyðslufyllerí sem ekki á sér fordæmi er búið að skapa svo hrikalega þunglamalegt kerfi til að tryggja öryggi Bandaríkjanna, að ómögulegt er að sjá hversu áhrifaríkt það er.

Meðal þess sem kemur fram í fréttaröðinni er að um 1.271 opinberar stofnanir og 1.931 einkafyrirtæki starfa að verkefnum sem tengjast hryðjuverkavörnum, öryggismálum heimalandsins og leyniþjónustu á um 10.000 starfsstöðvum um öll Bandaríkin.

Talið er að um 854.000 manns, næstum 1,5 sinnum fleiri en búa í Washington D.C., hafi aðgang að topp trúnaðarupplýsingum.

Í Washington og nágrenni eru 33 byggingasvæði fyrir topp trúnaðar leyniþjónustutengd verkefni í byggingu eða hafa verið byggð frá september 2001.  Samanlagt eru þessi ver að flatarmáli næstum eins og þrjú Pentagon í viðbót, eða meira en 1,5 milljónir fermetra.

Margar þessara stofnana vinna sömu vinnu, sem sóar fjármunum með endurtekningu.  Til að mynda fylgjast 51 opinberar stofnanir og herstjórnstöðvar með flæði fjármagns til og frá hryðjuverkahagkerfinu.

Greiningardeildir sem smjatta á skjölum og samtölum sem kerfið kemst yfir með njósnastarfsemi sinni spúa út 50.000 njósnaskýrslum á hverju ári.  Það er slíkt flóð upplýsinga að skýrslurnar eru að jafnaði ekki lesnar.

http://projects.washingtonpost.com/top-secret-america/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s