Stríð milli stéttanna í stórstraumnum

Rush Limbaugh segir baráttuna vera milli valdastéttarinnar og bændalýðsins.  Hann sagði eðalborna afkomendur iðnjöfranna stýra stjórnvöldum og veita styrkjum frá skattborgurum til sín.

Rush Limbaugh kom á óvart síðastliðinn föstudag þegar hann lét dælune ganga í útvarpsþætti sínum, en karlinn er einn áhrifamesti galarinn á öldum ljósvakans, vestur í ríkjum bandanna.  Hann sagði þessa baktjaldamakkara hata bandarískan almenning og vilja eyðileggja þjóðina. 

Hvers vegna er þessi kerfiskarl að tala með þessum hætti?  Er hann orðinn kryppukarl?

Nei.  Það er nánast öruggt að strax og repúblikar komast aftur að kjötkötlunum, þá mun hann steinþegja og styðja allt það sem þeir myndu framkvæma, sem er raunar það sama og demókratar eru að gera.  Því hver er munurinn á Óbama og Búsh? 

Hann myndi heldur ekki snerta svona eldfim mál ef hann kæmist hjá því.  Ef það dygði eins og áður, að kasta bara aur á Óbama og demókrata.

Því Limbaugh og Glenn Beck eru gerviandstaðan.  Þeir eru á móti stjórnvöldum meðan „hinir“ eru við völd, en eru svo algerlega blindir fylgjendur þegar „þeirra“ menn stýra öllu í sömu átt.  Þegar næstu leiksoppar repúblikana taka við sínum hlutverkum í leikhúsinu, þá ræskja sig meðlimir í hórkór vinstri fjölmiðlamanna og byrjar að tala digurbarklega um mannréttindabrot, stríð, pyndingar og svo framvegis.

Það er allt gervi.

En hvers vegna eru Beck og Limbaugh nú að baula með þessum hætti?

Það er bara ein rökrétt skýring.  Jaðarfjölmiðlar hafa þrýst þessum málefnum það framarlega í vitund almennings, að stórstraumurinn verður að tala með þessum hætti, eða að missa gersamlega öll sín áhrif.

Þess má geta að áhorfstölur „vinsælla“ fréttaþátta í bandaríska stórstraumnum eru komnar niður í fáeinar milljónir, 6 milljónir fyrir þá stærstu, miklu minna fyrir minni spámenn.  6 milljónir bandarískra áhorfenda á þeirra „heitustu“ fréttaþætti jafnast á við að 6 þúsund Íslendinga horfðu að jafnaði á fréttaþætti RÚV, því Bandaríkjamenn eru rétt um þúsund sinnum fleiri en við.  Að 500 til 1.000 manns horfi á fréttaþátt Stöðvar 2 á góðum degi.

Þetta er dauði stórstraumsins sem fréttamiðils.

http://www.infowars.com/clash-of-the-classes-does-rush-limbaugh-finally-get-it/

CC Mynd: Rush Limbaugh eftir Ian Marsden

3 athugasemdir við “Stríð milli stéttanna í stórstraumnum

  1. Takk Siggi sæti – bandlendingar eru víst um þúsund sinnum fleiri, ekki milljón sinnum. 100 þúsund jafnast við 100 milljónir, 100.000 x 1.000 = 100.000.000. En áhorfstölurnar voru réttar, 6 milljónir horfa á helstu fréttaþætti, sem jafnast á við að um 6.000 íslendiga myndu horfa á rúv fréttir eða kasthljóð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s