Skömm á sögulegum mælikvarða

Carol Rosenberg segir frá því í The Miami Herald að í síðustu viku hafi enn einn alríkisdómari skipað Obama stjórninni að láta lausann enn einn Guantanamo fangann vegna ónógra gagna til að réttlæta varðhald hans.  Þessi síðasti fangi sem var svo heppinn að fá að lokum habeas áheyrn dómara (þeim er annars haldið án dóms og laga) er Mohammed Hassen, 27 ára gamall maður frá Yemen, sem hefur verið í haldi Bandaríkjamanna án ákæru í átta ár, eða síðan hann var 19 ára gamall.  Hann hefur lengi „haldið því fram“ að hafa verið gripinn í Pakistan þar sem hann var að lesa Kóraninn og að hann hafi engin tengsl við al Qaida, heldur hafi hann lent í óréttlátri smölun pakistanskrar öryggislögreglu í borginni Faisalabad, þar sem Arabar voru teknir fyrir.

Hassan er þriðji fanginn í röð sem dómstólar fyrirskipa að látnir séu lausir úr þessari smölun.  Dómsmálaráðuneyti Obama var á móti beiðni hans um dómsmeðferð, þó jafnvel Bush stjórnin hafi verið búin að ákveða að leysa hann úr haldi árið 2007.  Nú hefur hann eytt um þriðjungi ævi sinnar í búri í Guantanamo.

Það sem er samt merkilegast er að Hassen er 36. fanginn sem hefur verið leystur úr haldi, eftir að hæstiréttur ákvarðaði árið 2008 að þessir fangar hefðu rétt til að fá habeas áheyrn hjá dómara.  Þrjátíu og sex leystir úr fimmtíu áheyrnum.  Það þýðir að 72% fanga í Guantanamo sem hefur verið veitt lágmarks lögformlega meðferð, eftir áralanga fangavist án dóms og laga, er haldið án ástæðu.  Þetta er fólk sem bandarísk stjórnvöld halda enn fram að séu „botninn af hratinu“, og stjórnvöld reyna að hindra frá því að fá þennan lágmarkvísi að lögformlegri meðferð sem við teljum réttláta.

http://www.salon.com/news/opinion/glenn_greenwald/2010/05/28/guantanamo/index.html

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s