Bilderberg: Samsæri fyrir opnum tjöldum

Eftir Paul Joseph Watson, Prisonplanet.Com

Nú þegar dagsrkáin um alþjóðastjórn og miðstýrt alþjóðaefnahagskerfi er opinbert og í umræðunni, þá eykst áhersla Bilderberg hópsins á uppeldi og val á „réttum“ frambjóðendum fyrir okkur hin að kjósa.  En meginhluti annara dagskrárliða hefur þegar verið gerður opinber af fundarmönnum fyrir mörgum vikum síðan.  Fundurinn mun snúast um hugsanlega árás á Íran auk framhalds á  hruni Evrunnar.

Meðlimir þríhliðanefndarinnar, sem oft eru einnig fundarmenn á árlegum Bilderberg ráðstefnum, hafa misst út úr sér að verið sé að íhuga alvarlega að fara í stríð við Íran á sama tíma og elítan heldur áfram að nýta sér hörmungar efnahagsástandsins til að þrýsta á um miðstýrt regluverk fyrir fjármálakerfi.

Afleiðingar árásar á Íran valda klofningi meðal Bilderberg mikilmennanna, rétt eins og gerðist í aðdraganda Íraksstríðsins á fundinum 2002.

Á síðasta fundi þríhliðanefndarinanr í Dublin, Íralandi, fyrir skömmu, þar sem svipuð mál eru rædd og síðar eru á dagskrá Bilderberg hópsins, þá missti aðalráðgjafi rússneskra stjórnvalda, Mikhail Slobodovsici óvart út úr sér í samtali við aðgerðasinna úr We Are Change, sem hann hélt að væri fundarmaður, að „Við ákveðum framtíð heimsins… Við þurfum alþjóðastjórn,“ en í um Íran sagði hann „við þurfum að losna við þá.“

Dominique Strauss-Khan, Bilderberg meðlimur og foringi í IMF, staðfesti í nýlegri ræðu sinni að alþjóðasinnar myndu áfram þykjast vera bjargvættirnir með því að bjóða fram lausnir í formi alþjóðastjórnunar, þegar hann sagði við áheyrendur sína úr röðum elítumanna í Zurich að alþjóðasinnar eigi að sjá ‘kreppuna sem tækifæri’ til að þrýsta á „nýjan alþjóðagjaldmiðil sem gefin verði út af alþjóðlegum seðlabanka.“

Heimildarmenn okkar sem standa nærri Bilderberg leggja áherslu á gjána sem er milli hópa innan elítunnar.  Yngri elítumenn og nýríkir hafa áhyggjur af því að alþjóðaefnahagskerfinu sé sökkt of hratt og of snemma og að afleiðingarnar verði svo hrikalegar til lengri tíma að jafnvel auðlegð og áhrifum innanbúðarmanna sé hætta búin.

Þessir landfræðilegu flokkadrættir voru einnig efniviður í nýlegu ávarpi frá einum stofnanda þríhliðanefndarinnar og áberandi Bilderbergara, Zbigniew Brzeinski, sem þar að auki upplýsti okkur um að „alþjóðleg vitundarvakning um stjórnmál“ auk samstöðuleysis innan elítunnar, setti áform um alþjóðastjórn í hættu.

Það hefur einnig komið fram að alþjóðasinnarnir eru að rökræða hvort og þá hvenær evran muni hrynja og hvort Bandaríkjadollar muni þá fylgja í kjölfarið.

Davíð Blanchflower, sem vann að stefnumótun í seðlabanka Englands, sagði nýlega við Bloomberg fréttastofuna að evrusvæðið gæti sundrast í kjölfar efnahagsvandræða Grikklands, en þau vandræði geta borist til annara landa í álfunni.

„Fréttastofur sem eru undir stjórn Bilderbergmanna í Evrópu og á vesturhveli eru að búa almenning undir það að sætta sig við tvö stór markmið þessarar ofur-leynilegu elítu í kjölfar fundar þeirra í Sitges, Spáni, frá 4-7 júní næstkomandi.  Árás Bandaríkjanna á Íran og fjárhagslegar björgunaraðgerðir fyrir Grikkland og önnur ESB lönd,“ skrifar Jim Tucker, einn helsti sérfræðingur meðal fjölmiðlamanna um Bilderberg hópinn.

Nú þegar dagskráin um alþjóðaríkistjórn er ekki lengur í felum, þá er eitt helsta hlutverk Bilderberg hópsins að rækta pólitíkusa til að sitja í valdamestu stöðunum innan hinnar nýju heimsmyndar.

Einn áhugaverðasti þátturinn við fund þessa árs verður að sjá hverjir eru boðaðir.  Þó samsteypustjórn Davíðs Cameron í Bretlandi sé á móti Evrópuverkefnum Bilderberg hópsins í orði, þá hafa þeir verið duglegir að skipa Evrópusinna í valdastöður.  Það verður áhugavert að sjá hvort Cameron og kumpáni hans, Nick Clegg, mæti á staðinn og einnig hvort einhverjir úr gervistjórnarandstöðuflokknum „Verkamanna-“ flokknum muni fá boð.  Flokkurinn mun fljótlega velja sér nýjan leiðtoga, eftir að hinn skyldurækni Bilderberg húskarl Gordon Brown sagði af sér.  Bilderberg hópurinn vill áreiðanlega blessa einhvern góðan umsækjanda, til dæmis Davíð Milliband.

Bilderberg: The Open Conspiracy

Síðustu ár hafa ekki borist fregnir af íslenskum fundarmönnum á Bilderberg fundum.  Ef til vill skiptum við ekki máli lengur, þegar leikritið milli austurs og vesturs er farið af fjölum alþjóðasirkussins.  En þó má vera að vegna óþekktar almennings á Íslandi upp á síðkastið, þá verði einhver viljugur snati kallaður á fundinn til að brýna valdstjórnina.  Íslenskir fundamenn hafa að mestu verið úr röðum hægri aflanna, Flokksins, en þó gerðist það undir lok dýrðartíma Íslands í gamla heiminum, að Jóni Sigurðssyni, ofurkrata, var boðið þegar Davíð Oddsson komst ekki vegna anna, og fór hann þá í félagi með Birni Bjarnasyni til fundar árið 1993.

CC mynd Shepherd Johnson

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s