Angur eða englar?

Lykilspurning fyrir fólk í dag er: Hver er kjarni mannsins?  Allir mega vita að það eru tvö meginviðhorf þegar kemur að þessari spurningu. 

Bölsýnisviðhorfið er að við mennirnir séum í ójafnvægi og óbreytanlega í eðli okkar skammsýnir, sjálfelskir og heimskir.  Þetta er viðhorf stjórnmálamanna, því það hentar þeim vel, þetta er viðhorf fjölmiðla og þetta er sérstaklega viðhorf banka og auðhringjamanna.

En það er til annað viðhorf.  Það viðhorf hefur verið sett fram af mínum uppáhalds heimspekingi, sem er Bandaríkjamaðurinn John Dewey.  „Við verðum að gleyma því sem okkur hefur verið kennt um óbreytanleika eðli mannsins.“  Það sem hann meinar með þessu er að okkur er innrætt að vera skammsýn, sjálfelsk og heimsk.  Þar af leiðir, að við getum rifið niður og endurmenntað okkur til að vera eitthvað annað. 

Þetta er kafli úr viðtali Alex Jones við gamla blaðagoðið Alan Hart sem má finna í heild sinni hér.  Okkur hættir til að halda að þjóðfélagið gæti ekki þróast á annan hátt en það gerir.  Að viðhorf til kynlífs og siðferðist verði sífellt umburðarlyndari.  Að „réttindi“ siðblindingja til að hlekkja almenning í skuldafen og þrældóm séu heilög.  Að við framseljum alltaf meira og meira af lífi okkar til sérfræðinganna, þar til við getum ekkert gert eða ákveðið án þess að fulltrúar samþykki það eða fyrirskipi.

Fjölmiðlar ýta undir bölsýnisviðhorfið og í raun fóðra þá þróun með því að gefa okkur innantómar og grunnhyggnar fyrirmyndir handa börnum okkar.  Einblína á fréttir af glysfólki og hvaða eiturlyf það er að sukka með.  Eða segja endalausar íþróttafréttir og annað kusk, sem engu máli skiptir.

Myndin er úr meistarastykkinu Ideocrazy, þar sem ferill okkar samkvæmt bölsýnisviðhorfinu er skoðaður, nokkur hundruð ár fram í tímann.

Ein athugasemd við “Angur eða englar?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s