Sökkti bandarískt tundurdufl kóreska skipinu?

Suður kóreski forsætisráðherrann Lee Myung-bak segir „yfirþyrmandi sönnunargögn“ fyrir því að norður kóreskt tundurskeyti hafi sökkt korvettunni Cheonan þann 26 mars síðastliðinn, þar sem 46 sjómenn fórust.  Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton heldur því fram að „yfirþyrmandi sönnunargögn“ styðji þá kenningu að Norður Kórea hafi sökkt herskipinu Cheonan.  En þau gögn sem birt hafa verið hingað til af rannsóknarmönnum hersins hafa verið fátækleg og mótsagnakennd.

Það er annar möguleiki í stöðunni.  Að tundurdufl sem losnaði af hafsbotni hafi sökkt Cheonan af slysni.

Í nýlegum viðræðum um stefnumótun milli Bandaríkjanna og Kína höfnuðu Kínverjar opinberu skýringunni sem sett hefur verið fram af Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra í Suður Kóreu.  Þeir sögðu hana ekki trúverðuga.  Niðurstaða þeirra var byggð á óháðu mati sérfræðinga úr kínverska hernum.

Varla hefur verið minnst á þær staðreyndir sem þar koma fram og stangast á við opinberu kenninguna í nokkrum fjölmiðlum í Suður Kóreu, né Bandaríkjunum.

Né á Íslandi, nema auðvitað á vefmiðlinum KRYPPA.COM.

Kína grunar að Kóreuatvikið sé sviðsett
Kína grunar að Kóreuatvikið sé sviðsett
Þetta vatn er meira en lítið gruggugt

http://newamericamedia.org/2010/05/did-an-american-mine-sink-the-south-korean-ship.php

Ein athugasemd við “Sökkti bandarískt tundurdufl kóreska skipinu?

  1. Kenningin er góð og svosem jafn trúleg og Kim hafi verið fullur (eða brjálaður) og skipað kafbátnum sínum að skjóta. En þessi setning strokar allann trúverðugleika út:

    „… samkvæmt óháðu mati sérfræðinga úr kínverska hernum.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s