A. Hart: Fjölmiðlar hafa brugðist lýðræðinu

Þegar ég varð fréttamaður hjá óháðum fréttamiðli fyrir meira en 40 árum síðan, þá útskýrði ritstjórinn hlutverk mitt í einni stuttri setningu:  „Vinna okkar er að hjálpa til við að halda lífi í lýðræðinu.“  Mat mitt á stöðunni nú til dags er mjög einfalt: Stórstraumsmiðillinn hefur brugðist lýðræðinu.

Alan Hart hefur fylgst með atburðum Miðausturlanda og alþjóðlegum afleiðingum þeirra í nær 40 ár, sem fréttaritari fyrir ITN Tíufréttir, og BBC Panorama, þar sem fjallað var um stríð og milliríkjaágreining um allan heim.  Sem rannsóknarblaðamaður hefur hann einnig skrifað bækur um málefni Miðausturlanda, og tekið þátt í stefnumótun með ráðgjafastarfi og samantekt á málefnum fyrir leiðtoga í öryggisráðinu sem reynt hafa að leysa ágreining milli Ísraela og Palistínumanna.

Hann hefur farið með Ísraelsmönnum og Aröbum á vígvöllinn, en sú innsýn sem hann metur mest, kemur frá einkaviðtölum og samtölum í gegn um árin við ýmsa leiðtoga frá báðum hliðum deilunnar.  Þar á meðal við Golda Meir Ísraelsmóður og Yasser Arafat, föðurímynd Palestínu.  Mikilvægi þessara persónulegu samskipta felast í því að þar fékk hann að vita hvað þessir leiðtogar voru í raun að hugsa og hvað þeir óttuðust, en það var oft annað en það sem opinberlega var sagt í áróðursskyni og til að viðhalda goðsögnum.

Alan Hart var gestur í útvarpsþætti Alex Jones á föstudag.  Viðtalið er í heild sinni hér að neðan.

http://www.alanhart.net/

3 athugasemdir við “A. Hart: Fjölmiðlar hafa brugðist lýðræðinu

  1. Ísrael er partur af nýlendustefnu Evrópubúa. Algjörlega tilbúið ríki sem var plantað hjá Aröbunum til að halda þeim í skefjum. Sjálfsagt ekki vanþörf á eða þannig ef menn vilja hugsa á þeim nótunum.

  2. Bakvísun: Angur eða englar?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s