Hvers vegna segir enginn neitt?

Fyrirbrigðið heitir hræðsla.  Þeir vita það allir.  Þeir vita allir að stjórnvöld voru að verki, vita að það var sprengt í loft upp, og… þeir læsast í framtaksleysi byggðu á hræðslu.  Þú ert á staðnum, þú veist að stjórnvöld gerðu það, og þú horfir á félagana, þið vitið þetta allir, en enginn ykkar er leiðtogi, enginn stígur fram, enginn talar um það.

Ég hlusta annað slagið á útvarpsþætti Alex Jones.  Hann á stundum ótrúlega góða spretti, þar sem hann fjallar um samtímaatburði, valdakerfið og náttúrulega fylgni okkar, sem flest erum jú fylgjendur, við leiðtoga.  Hvernig leitað er að þessum leiðtogum og þeim spillt með mútum eða ýtt undir lesti þannig að þeir séu orðnir þjónar kerfisins.  Hvernig slíkir leiðtogar eru fundnir á skólastigi og þeir lyfjaðir undir því yfirskini að þeir séu of „erfiðir“ eða „ofvirkir“, eða hvernig allur múgurinn er bara lyfjaður alhliða, með flúor, msg, aspartami og erfðabreyttu rusli.  Þetta er gert til að ræna frá okkur náttúrulegum leiðtogum og gera okkur meðfærilegri.

Ég klippti hér út dálitið brot úr þættinum frá í gær.  Þar fer hann af stað með að íhuga hvers vegna stórir hópar áhrifavalda í þjóðfélaginu, svo sem fréttamenn, geti allir vitað skelfilega eldfima hluti, en ekki talað um þá opinberlega.  Hann skoðar fyrirbrigðið út frá George Orwell og sögu hans 1984.  Hvernig Crimestop hugtakið úr sögunni virkar í nútímanum.  Hann segir okkur frá bakgrunni rithöfundarins og hvernig hann var að vara okkur við framtíð sem hann sá í gegn um störf sín við áróður á vegum hersins, og hvernig BBC var stofnað og hefur aldrei verið annað en áróðursdeild stjórnvalda, gríðarlega árangursrík aðferð til að stjórna múgnum.

Sagan berst til meiri elítumanns, Aldous Huxley, og bókar hans Veröld ný og góð – Brave New World, þar sem hann talar um tækniveldið, og svo segir hann frá fyrirlestri Aldousar frá 1962 í Berkley háskóla, þar sem hann segir hvernig framtíðin verði einhvers konar sambland af sinni bók og bók Orwells, að alræðið muni kannski hafa fanta í ætt við 1984 ríkið, en að mestu muni fólk ekki einu sinni vita að það sé kúgað, og með efnafræðilegum, erfæðafræðilegum og sálrænum aðferðum verði fólki ómögulegt að taka stjórn á lífi sínu af elítunni, og verða frjálst.

Hann talar einnig um Sósíal-Darwinisma, og hvernig margir láta glepjast til að halda að elítan dragi mörkin milli „ruslflokksins“ og góða fólksins einhversstaðar fyrir neðan þá sjálfa, þegar staðreyndin er sú að allir nema þeir sjálfir, langt innan við eitt prósent af mannhafinu, er undir stöðugum árásum og á útrýmingu nánast vísa, nema við stöndum saman gegn slíkri heimspeki.

Hægri smellið og veljið „save as“ til að vista hljóðskrána á tölvu ykkar.  Ég mæli sterklega með þessu og klippti sérstaklega út til að reyna ekki um of á þolinmæði ykkar.

Hvers vegna segir enginn neitt?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s