Vitlausir dómarar og óheppni

Blaðafaðirinn skrifar í dag og í gær um óréttlætið í réttarsölunum.  Hvernig kona fær þriggja mánaða fangelsi, óskilorðsbundið fyrir að stela bjórdós og skinnarmbandi.  Hann virðist sjálfur ekki búast við þungum dómum yfir kúlu- og útrásarliði, því hann telur betri kost að gera fólkið útlægt, taka af þeim vegabréfin með alræðiskenndum þinggjörningi, því í dómssölum muni „klókir lagatæknar dansa hringi um fákæna bjórdósar-dómara og fá skilorð í kippum“. 

Ég tel sjálfur líklegra að þeir fái sýknudóma í kippum.

Vandamálið, samkvæmt blaðaföðurnum, er sem sé vanhæfni dómstóla, sem fyrir tilviljun og óheppni taka hart á bjórdósaþjófum en lúffa fyrir þeim sem hafa efni á „klókum lagatæknum“.  Dómararnir eru „fákænir“, en lögfræðingar „klókir“.  Dómararnir eru svo vitlausir að þeir dæma þá sem lítils mega sín hart, en hafa svo ekki andlega burði til að dæma stórmennin, nema til málamyndana.

Það væri þá vænisýki að halda að kerfið sé eins og það er, af þeirri einföldu ástæðu að það er eins og það á að vera, tæki fyrir þá „betri“ til að kúga þá „verri“, eða hvað? 

Það er ekki merki um styrkan huga að sjá eitthvað líkt með dómsal og tilbeiðslumusteri Frímúrara?  Að slagorðið „bræðralag“ í einkunarorðum frímúrara, „frelsi, jafnrétti og bræðralag“, hafi sérstaka merkingu þegar kemur að dómsstólunum?

Ég er ekki endilega að segja að allir kúlu og útrásarmenn tilbiðji Lúsifer með formlegum hætti, heldur frekar að benda á að valdamiklir aðilar hafa með sér samráð með óformlegum eða formlegum hætti (leynifélög) og byggja þjóðfélagið þannig upp að lög og reglugerðir hindri samkeppni um auð og völd á sama tíma og þau hamla ekki „góðu“ mönnunum á neinn hátt.

Það skýrir allar þær tilviljanir, óheppni og vanhæfni sem byggð er inn í kerfið.

Hvað getur almenningur gert til að verjast þessu?

Svarið er einfalt.  Við verðum að snúa þróun til miðstýringar við þannig að frelsi einstaklingsins sé útgangspunkturinn.  Fleiri lög og reglugerðir vinna alltaf gegn almenningi sem ekki hefur efni á „klóku“ lagatæknunum.  Leggjum niður sem mest af lögum og höfum þau skýr.

Þarf eitthvað fleira en „bannað að stela“, „bannað að meiða“ og „bannað að blekkja“?

Á sama tíma og menn býsnast yfir tilviljunum í réttarsal þá nálgast fyrningartími frá hruni.  Fyrir tilviljun, óheppni, vanhæfni eða allt ofangreint, þá reynist þingi erfitt að finna tíma til að setja lög sem gefa getulausum lagatæknum fólksins meiri tíma til að reyna að magna upp einhverja lagagjörninga til að refsa stórmennunum.  Blaðafaðirinn myndi vafalaust finna einhverjar grýlur til að kenna um það, kannski sjálfstæðismenn eða framsókn.  En hann myndi ekki tala um „þingeigendafélag“ fjórflokksins, að þeir séu allir sekir.  Að þeir hafi með sér bræðralag innan þingsins um flott leikrit fyrir fólkið.  Nei, slíkar hugmyndir eru sjúkar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s